Með myndinni skrifaði Amy, 42 ára: „Enn með þetta“ og setti í sviga: „18 auka kíló“.
Leikkonan hefur verið opin um líkamsímynd og rætt opinskátt um að hún vilji breyta útliti sínu.
Hún reyndi að nota lyfið Ozempic, sem er mjög vinsælt megrunarlyf þrátt fyrir að vera upphaflega ætlað sykursjúkum, en þurfti að hætta vegna aukaverkanna.
„Ég var ein af þeim sem varð svo veik og gat ekki leikið við son minn,“ sagði hún í þættinum Watch What Happens Live with Andy Cohen í fyrra.
„Ég var svo grönn og sonur minn kastaði til mín bolta og [ég bara gat ekki].“