Kona sem heimsótti Frakkland í fyrsta sinn og leyfði fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að fylgjast með ferðalagi hennar, kvartar mjög yfir ferðinni og segist alls ekki mæla með Frakklandi sem áfangastað.
Segist konan ekki hrifin af landinu og kvartar hún yfir að Frakkar láti „þér líða illa“ fyrir að kunna ekki málið þeirra. Segir hún fylgjendum sínum að hún mæli ekki með Lyon fyrir ferðalanga sem ferðist einir og kunni ekki frönsku þar sem þeim muni finnast þeir einangraðir.
Í myndbandi með yfirskriftinni „Frakkland grætti mig“ segir konan: „Mér finnst ég næstum heimsk fyrir að koma hingað og eyða peningum. Ég keypti meira að segja franskan hatt.“
@realphdfoodie Solo traveling in France is such an isolating experience. Do not recommend for solo travelers and people who do not speak French. #france #lyon #lyonfrance🇫🇷 #lyonfrance #solotraveler #solofemaletraveler #solotravelwoman #frenchculture #frenchcultureshock #fyp #fypシ ♬ original sound – RealPhDFoodie
Stimplar hún heimamenn sem „mjög áhugalausa“ og bætir við að Evrópubúar „hafi tilhneigingu til að vera kaldari í viðkynningu“.
„Ég átti ekki í neinum vandræðum með að hitta fólk og umgangast félagslega á Ítalíu, eða jafnvel í Þýskalandi, fólk hefur tilhneigingu til að vera kaldara í viðkynningu, en ég átti ekki í neinum vandræðum. En í Frakklandi var reynslan allt önnur. Mér fannst ég vera mjög einangruð. Fólk lætur þér líða illa fyrir að þekkja ekki menningu þeirra eða tala tungumál þeirra.“
Konan dvaldi í Lyon í fimm til sex daga og lýsir hún sjálfri sér sem „mjög félagslegri manneskju“ og varð hún því fyrir vonbrigðum að komast að því að hún hefði ekki enn talað við neinn þar. „Satt að segja var upplifunin mjög einangrandi. Ekki misskilja mig, þetta er falleg borg, margt sem hægt er að gera þar og sjá og uppgötva.“
Myndbandið fékk misjöfn viðbrögð frá netverjum, sumir lýstu samúð með aðstæðum konunnar og aðrir reiddust yfir fáfræði hennar.
Einn notandi á TikTok sagði: „Í rauninni ættir þú að leggja þig fram um að læra nokkur orð á móðurmáli landsins sem þú heimsækir. Það færir þér mismunandi sjónarhorn og gerir þig aðgengilegri.“
Aðrir studdu konuna og sögðust hafa upplifað svipað á ferðalögum þeirra um Frakkland.
„Drottning. Ég er enskumælandi og býr í París, það sem þú sagðir er 100% satt. Mér finnst ég vera einn og einmana hér í Frakklandi því ég tala ekki frönsku,“ sagði einn netverji.
Íbúi í Lyon sagði að hann talaði ensku og væri til í að hitta hana og tala saman á ensku: að hann gæti talað ensku og væri til í að hittast og bætti við: „Það mun ég glaður!!!“