Bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Timberlake hreinsaði Instagram reikning sinn í gær, mánuðum eftir að endurminningabók hans fyrrverandi, tónlistarkonunnar Britney Spears, kom út.
Á reikningnum má nú aðeins sjá prófílmynd Timberlake og velta aðdáendur fyrir sér hvað sé í gangi. Þekkt er að stórstjörnur hafi gert slíkt áður og þá er vanalegt von á einhverju nýju efni frá viðkomandi, tónleikar framundan eða annað slíkt. Page Six greindi frá því í september 2023 að Timberlake hygðist gefa út nýja tónlist á þessu ári.
„Justin er að koma út með nýja plötu, svo hann er að skipuleggja stóra tónleikaferð um Bandaríkin árið 2024,“ sagði heimildamaður
Timberlake lokaði fyrir athugasemdir við færslur hans á Instagram eftir að bók Britney, The Woman In Me, kom út í október. Parið var saman í þrjú ár á sínum tíma, frá 1999 til 2002, og í bókinni greindi Spears frá því að hún hefði farið í þungunarrof að kröfu Timberlake.
„Ég elskaði Justin svo mikið. Ég bjóst alltaf við því að við myndum eignast fjölskyldu einn daginn. Þetta hefði bara verið miklu fyrr en ég hafði búist við. En Justin var örugglega ekki ánægður með meðgönguna. Hann sagði að við værum ekki tilbúin að eignast barn, að við værum allt of ung,“ skrifaði Spears í bók sinni og sagði vera harmi slegið að hafa gengist undir þungunarrof heima hjá sér til að koma í veg fyrir að fjölmiðlar fréttu af þungun hennar.
„Ég hélt áfram að gráta og gráta þar til allt var búið. Þetta tók klukkutíma, og ég man ekki hvernig það endaði, en ég man, tuttugu árum síðar, sársaukann af því og óttann.“
Timberlake tjáði sig ekkert um bókina og fór til Mexíkó í frí með eiginkonu sinni, Jessicu Biel, og tveimur sonum þeirra, Silas, 8, og Phineas, 3. Í desember kom hann fram á tónleikum í Las Vegas, þar sem hann söng Cry Me a River, lag sitt sem kom út árið 2002, sem talið er að samið sé um Spears.
Áður en hann tók lagið sagði hann: „Engin vanvirðing,“ og telja aðdáendur skotinu hafa verið beint til Spears. Nú er bara að bíða og sjá hvað hreinsaður Instagram prófíl boðar.