Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sund, Deidre.
Konan er 46 ára og kærasti hennar 50 ára. Þau hafa verið saman í þrjú ár.
„Kynlífið okkar hefur alltaf verið frábært en aldrei nóg fyrir hann. Hann segist vera kynlífsfíkill og hann byrjaði að sofa hjá annarri konu fyrir tæplega ári síðan. Hann sagði að þarfir hans væri svo miklar að hann hafi þurft aðra útrás fyrir þær. Honum finnst þetta í lagi þar sem hann er hreinskilinn um þetta. Ég var miður mín en sætti mig við þetta eins og bjáni því ég elska hann.
Ég ákvað nýlega að taka málin í eigin hendur og byrjaði að hitta yndislegan mann. Eina vandamálið er að kærasti minn fríkaði út þegar hann komst að því og krafðist þess að ég myndi hætta að hitta elskhuga minn.
Hann sagði að ég væri að svíkja hann og neitar að tala við mig. Hvernig fer það framhjá honum að hann sé algjör hræsnari?“
„Kærasti þinn vill eiga kökuna og éta hana líka. Þú þarft ekki að sætta þig við þetta ef þú ert óhamingjusöm.
Það hljómar eins og það væri best að hætta með honum svo þú sért opin fyrir þeim möguleika að hitta einhvern sem er tilbúinn að skuldbinda sig þér alveg hundrað prósent.“