fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Kærastinn segist vera kynlífsfíkill sem má sofa hjá öðrum konum – Brjálaðist þegar hún gerði það sama

Fókus
Sunnudaginn 7. janúar 2024 21:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kærastinn minn þverneitar að hætta að hitta hjásvæfuna sína en varð brjálaður þegar hann komst að því að ég væri sjálf komin með elskhuga.“

Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sund, Deidre.

Konan er 46 ára og kærasti hennar 50 ára. Þau hafa verið saman í þrjú ár.

„Kynlífið okkar hefur alltaf verið frábært en aldrei nóg fyrir hann. Hann segist vera kynlífsfíkill og hann byrjaði að sofa hjá annarri konu fyrir tæplega ári síðan. Hann sagði að þarfir hans væri svo miklar að hann hafi þurft aðra útrás fyrir þær. Honum finnst þetta í lagi þar sem hann er hreinskilinn um þetta. Ég var miður mín en sætti mig við þetta eins og bjáni því ég elska hann.

Ég ákvað nýlega að taka málin í eigin hendur og byrjaði að hitta yndislegan mann. Eina vandamálið er að kærasti minn fríkaði út þegar hann komst að því og krafðist þess að ég myndi hætta að hitta elskhuga minn.

Hann sagði að ég væri að svíkja hann og neitar að tala við mig. Hvernig fer það framhjá honum að hann sé algjör hræsnari?“

Ráðgjafinn svarar:

„Kærasti þinn vill eiga kökuna og éta hana líka. Þú þarft ekki að sætta þig við þetta ef þú ert óhamingjusöm.

Það hljómar eins og það væri best að hætta með honum svo þú sért opin fyrir þeim möguleika að hitta einhvern sem er tilbúinn að skuldbinda sig þér alveg hundrað prósent.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram