fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Móðir bað um hjálp við að leysa skólaverkefni 6 ára dóttur sinnar – Aðrir jafn forviða og hún yfir spurningunni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 5. janúar 2024 09:52

Laura og dóttir hennar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska móðirin Laura Rathbone leitaði til netverja í von um að einhver gæti hjálpað henni með skólaverkefni dóttur sinnar, en því miður voru aðrir alveg jafn forviða og hún yfir spurningunni.

„Fyrst hélt ég að ég væri búin að missa vitið. Ég hélt að ég væri að misskilja eitthvað. Þannig ég birti mynd af spurningunni í Facebook-hópi með fullt af öðrum mæðrum í von um að einhver þeirra væri með svarið,“ sagði Laura við Today.

En hún var ekki sú eina sem hafði ekki hugmynd um svarið við spurningu í heimanámi sex ára dóttur hennar.

Spurt er: „Hvaða orð er öðruvísi en hin?“

Orðin sem koma til greina: „Friend, toothbrush, silver, desk og egg“ eða vinur, tannbursti, silfur/silfraður, skrifborð og egg.

Spurningin.

Vert er að taka fram að þar sem Laura er bresk og býr í Bretlandi var spurningin á ensku. Ein sagði því: „Ég mundi segja tannbursti því það er eina orðið með tvo sérhljóða.“

Önnur sagði: „Sem kennari finnst mér þetta áhugaverð spurning. Hún á örugglega að hvetja börn og foreldra til að ræða saman og beita rökhugsun.“

Hér að neðan má sjá fleiri svör frá mæðrum í hópnum:

„Það er bara hægt að borða egg.“

„Tannbursti er eina orðið ekki með E.“

„Vinur því það er manneskja og ekki hlutur.“

„Silfrað, því hin orðin eru nafnorð.“

Spurði kennarann

„Það voru allir með mismunandi kenningar, þetta var mjög áhugavert,“ sagði Laura við Today. Næsta dag hafði hún samband við kennara dóttur sinnar sem útskýrði að börnin væru nýbyrjuð að læra um nafnorð og að rétta svarið væri „silver“ eða silfur/silfraður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“