„Fyrst hélt ég að ég væri búin að missa vitið. Ég hélt að ég væri að misskilja eitthvað. Þannig ég birti mynd af spurningunni í Facebook-hópi með fullt af öðrum mæðrum í von um að einhver þeirra væri með svarið,“ sagði Laura við Today.
En hún var ekki sú eina sem hafði ekki hugmynd um svarið við spurningu í heimanámi sex ára dóttur hennar.
Spurt er: „Hvaða orð er öðruvísi en hin?“
Orðin sem koma til greina: „Friend, toothbrush, silver, desk og egg“ eða vinur, tannbursti, silfur/silfraður, skrifborð og egg.
Vert er að taka fram að þar sem Laura er bresk og býr í Bretlandi var spurningin á ensku. Ein sagði því: „Ég mundi segja tannbursti því það er eina orðið með tvo sérhljóða.“
Önnur sagði: „Sem kennari finnst mér þetta áhugaverð spurning. Hún á örugglega að hvetja börn og foreldra til að ræða saman og beita rökhugsun.“
Hér að neðan má sjá fleiri svör frá mæðrum í hópnum:
„Það er bara hægt að borða egg.“
„Tannbursti er eina orðið ekki með E.“
„Vinur því það er manneskja og ekki hlutur.“
„Silfrað, því hin orðin eru nafnorð.“
„Það voru allir með mismunandi kenningar, þetta var mjög áhugavert,“ sagði Laura við Today. Næsta dag hafði hún samband við kennara dóttur sinnar sem útskýrði að börnin væru nýbyrjuð að læra um nafnorð og að rétta svarið væri „silver“ eða silfur/silfraður.