fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Nökkvi ætlar ekki að stunda sjálfsfróun í 90 daga – Þetta er ástæðan

Fókus
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 14:37

Nökkvi Fjalar. Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn og áhrifavaldurinn Nökkvi Fjalar Orrason leggur mikið upp úr því að rækta andlega og líkamlega heilsu. Hann birtir reglulega færslur á Instagram þar sem hann deilir þeim hluta af lífi sínu, eins og hvernig hann endar daginn á hugleiðslu og dagbókarskrifum, eða hvaða bækur breyttu sýn hans á lífið.

Sjá einnig: Tilvitnunin sem breytti lífi Nökkva Fjalars

Nökkvi hefur verið óhræddur við að setja sér háleit markmið og leggja mikið á sig og er næsta markmið engin undantekning. Hann ætlar að „hverfa“ í 90 daga, vakna fyrir allar aldir, æfa eins og brjálæðingur, borða hollt – eða jafnvel ekkert í sólarhring í senn – og sjálfsfróun fer einnig á bannlistann.

Hann greinir frá þessu á Instagram, en þetta var síðasta færslan hans næstu þrjá mánuði. Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Nikki Orrason (@nokkvifjalar)

Nökkvi kallar þetta: „Operation: Disappear“.

„Hefur þú einhvern tíma heyrt um að hverfa í 90 daga?“ spyr hann og fer síðan yfir hvað felst í þessari „aðgerð“.

  • „Engir samfélagsmiðlar.
  • Vakna fyrir klukkan fimm á hverjum degi.
  • Borða hreint fæði, fasta þrisvar í viku í 24 klukkutíma.
  • Fara í ræktina sex sinnum í viku.
  • Vítamín/bætiefni á hverjum degi.
  • „Power klukkutími“ á hverjum morgni.
  • Lesa/hlusta á 24 bækur á þessum 90 dögum.
  • Engin sjálfsfróun [innsk. blm: Nökkvi skrifaði „No fap“ sem er hægt að þýða sem engin sjálfsfróun.]
  • Leggja allt í þetta.“

Að lokum segir Nökkvi:

„Líf þitt mun aldrei verið það sama ef þú hverfur í 90 daga. Sjáumst aftur eftir 90 daga.“

Gangi honum vel!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt