fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Þekktur leikari lenti í hörkuslagsmálum við mótorhjólagengi – Myndband

Fókus
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 08:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Ian Ziering, sem gerði garðinn frægan sem Steve Sanders í þáttunum Beverly Hills 90210, komst í hann krappan þegar hann lenti í hörkuslagsmálum við liðsmenn mótorhjólagengis í Los Angeles á gamlársdag.

TMZ birti myndband af átökunum sem vakið hefur mikla athygli og hefur Ziering nú sjálfur stigið fram og lýst sinni hlið á málinu.

Á myndbandinu sést þegar Ziering stígur út úr bifreið sinni á Hollywood Boulevard í Los Angels og slær til mótorhjólamanns og ýtir honum í götuna. Félagar mannsins voru snöggir að bregðast við og reyndu þeir að slá til leikarans sem brást við með því að reyna að koma sér undan á hlaupum.

Ziering opnaði sig um atvikið á Instagram-síðu sinni í gær.

Þar sagðist Ziering hafa verið að aka niður Hollywood Boulevard með dóttur sinni þegar einn meðlimur mótorhjólahópsins ók ógætilega og rakst utan í bifreið hans. Ziering segist hafa farið út úr bifreið sinni í kjölfarið til að athuga með skemmdir en til snarpra orðaskipta hafi komið milli hans og umrædds mótorhjólamanns sem enduðu með fyrrgreindum átökum.

Ziering segir að bæði hann og dóttir hans, 12 ára gömul, hafi sloppið ómeidd frá atvikinu og kveðst hann vera þakklátur fyrir það.

Hann segir að lögregla þurfi þó að vera betur vakandi fyrir hópum sem þessum, oftar en ekki ungum mönnum sem með hegðun sinni og gjörðum valda ótta og óöryggi meðal almennings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram