fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Stórfurðulegt mál Natalia Grace í nýju ljósi – Barnið sem var sakað um að vera fullorðinn siðblindingi segist vita hvað vakti fyrir móður hennar

Fókus
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál hinnar úkraínsku Natalia Grace hefur vakið töluverða athygli í Bandaríkjunum. Um er að ræða unga konu sem er með dvergvöxt. Hún fæddist í Úkraínu en árið 2010 var hún ættleidd af bandarískum hjónum, Kristine og Michael Barnett, sem töldu stúlkuna þá vera sex ára að aldri.

Þremur árum seinna fluttu Barnett hjónin ásamt líffræðilegum sonum sínum til Kanada. Eftir sat Natalia, alein í leiguíbúð, og hafði verið skráð 22 ára hjá hinu opinbera, í samræmi við ásakanir Barnett-hjónanna um að dóttir þeirra væri hreint ekki barn, heldur siðblind ung kona sem vildi þeim illt.

Barnaverndaryfirvöld voru ekki jafn sannfærð og hjónin sem voru í kjölfarið ákærð fyrir grófa vanrækslu. Ekki kom þó til þess að málið færi fyrir dóm, en það var látið niður falla. Natalia var þá ættleidd af öðrum hjónum, sem taka ekki undir það að stúlkan sé siðblind.

Hún var þolandi, ekki gerandi

Á árinu sem var að líða komu út heimildaþættir um þetta furðulega mál þar sem Barnett-hjónin lýstu því hvernig líf þeirra varð að hryllingsmynd eftir að Natalia kom á heimilið. Hún hafi ekki hegðað sér eins og barn, hún hafi lagt son þeirra í gróft einelti og grunaði þeim stúlkuna um að ætla þeim illt. Eitt sinn hafi þau vaknað við að Natalia stóð yfir þeim með hníf í hendi. Fyrrum nágrannar hjónanna tóku undir þessar áhyggjur og sögðu ekkert eðlilegt við stúlkuna sem hafi sýnt kynferðislega tilburði í garð mun eldri drengja og almennt verið óþægileg og ógnvekjandi. Barnett-hjónin sögðust hafa látið gera beinþéttnigreiningu á stúlkunni sem hafi leitt „raunverulegan“ aldur hennar í ljós.

Natalia hafi reynt að eitra fyrir þeim, hótað að myrða syni þeirra, sett upp gildrur á heimilinu og áfram mætti rekja ótrúlegar ásakanir fyrrum foreldranna.

Nú hefur Natalia stigið fram til að svara þessum áburði í framhaldsþáttum. Þar ákvað hún að taka af allan vafa og fékk sérfræðingum að greina aldur hennar, bæði út frá erfðaefnisrannsókn, blóðrannsókn sem og frá skýrslum tannlækna sem hittu hana þegar hún var í umsjá Barnett-hjónanna. Tannlæknir sýndi myndir af Nataliu frá þessum árum þar sem sést hvar fullorðinstennur hennar eru ekki komnar upp, en það sé nú erfitt fyrir fólk að setja slíkt á svið, sama hversu siðblint það á að vera.

Natalia er ung kona í dag og segir að þvert á það sem Barnett-hjónin segi, þá hafi það verið þau sem voru ofbeldisfull í hennar garð, en ekki öfugt.

Krafði föður sinn loks svara

Natalia mætir fyrrum föður sínum í fyrsta sinn frá því að hann yfirgaf hana í þáttunum og nýtti færið til að spyrja Michael hvers vegna í ósköpunum Barnett-hjónin hafi ættleitt hana, ef þau hefðu engan áhuga á að vera foreldrar hennar.

„Ég hef nýlega komist að því að ég og þú börðumst gegn sama skrímslinu, Kristine, og við erum hér í dag því við erum þolendur ótrúlegrar misnotkunar sem á sé fá fordæmi,“ sagði Michael, en hann og Kristine skildu árið 2020. Michael segist hafa verið undir valdi konu sinnar sem hafi stjórnað honum með smánun, hótunum og gaslýsingu. Michael hafi að lokum orðið skelin af sjálfum sér og látið undan fyrrum konu sinni í einu og öllu.

„Uppáhalds hótun hennar var að taka strákana af mér og tryggja að ég fengi aldrei að hitta þá aftur,“ sagði Michael. Hann hafi ítrekað reynt að fara frá konu sinni, en ekki tekist það. Hann hafi meira að segja oftar en einu sinni endað á sjúkrahúsi eftir slíkar tilraunir.

Natalia segir í þáttunum að hún hafi ákveðna hugmynd í dag um hvað hafi vakið fyrir hjónunum þegar þau ættleiddu hana.

„Kristine sagði að tilgangurinn með því að ættleiða mig hafi verið kærleikur, en ég sá aldrei neitt af þessum meinta kærleik. Mér finnst heldur að ég hafi verið liður í tilraun hennar til að upphefja sjálfa sig. Hún vildi að fólk hugsaði að hún væri dásamleg manneskja fyrir að færa þessa fórn.

Hún ættleiddi litla stúlku frá Úkraínu, með dvergvöxt og tilheyrandi heilsukvilla og sérþarfir. Þar með myndi fólk líta á hana sem engil fyrir að vilja hjálpa mér.

Hún brosti útvortis og þóttist vera frábær mamma. En svo – eins og hún tæki grímuna af sér – sýnir hún sitt rétta eðli. Kristine var skrímsli. Ég vissi aldrei hverju hún tæki upp á næst.“

Natalia brast í grát í þáttunum þegar niðurstöður sýndu svart á hvítu að hún var í raun sex ára þegar hún var ættleidd, líkt og stendur á fæðingarvottorði hennar. Hún hafi í 13 ár þurft að verjast ásökunum um að vera siðblint glæpakvendi, árum sem hún hefði réttilega átt að fá að vera barn.

Natalia greinir frá því að Kristine hafi verið með gífurlegar kröfur. Einn sona hennar sé greindur snillingur og Kristine hafi notið sín í því að auglýsa að það væri uppeldið hennar sem hafi skilað þessum góðu gáfum. Meðal annars gaf hún út bók sem fjallað um uppeldi snillinga. Þegar Natalia féll 7 ára á eðlisfræðiprófi, sem Kristine lagði fyrir hana, var stúlkunni refsað með því að piparúða var spreyjað framan í hana.

Eins er bent á þá tilviljun að ári áður en Barnett hjónin ættleiddu Nataliu kom hryllingsmyndin The Orphan út. Þar segir frá sögu fjölskyldu sem ættleiddi litla stúlku frá Rússlandi. Síðar kom á daginn að stúlkan var í í raun 33 ára kona sem var rotin að innan.

Natalia fór í viðtali til Dr. Phil árið 2019 þar sem Phil tók fram að Barnett-hjónin geti seint kallast frumleg þar sem ásakanir þeirra séu nánast teknar beint upp úr myndinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum