Egill Fannar Halldórsson, athafnamaður og áhrifavaldur, og fegurðardrottningin og fyrirsætan Íris Freyja Salguero eiga von á barni.
Þetta er fyrsta barn parsins sem byrjaði saman í byrjun árs 2023.
„Svo þakklát að vera fara inn í nýtt ár með ástinni minni. Bætist við eitt kríli í litlu fjölskylduna okkar. Svenni að verða stóri bróðir,“ skrifaði parið á Instagram, en eru þá að vísa í hundinn Svenna.
View this post on Instagram
Egill er annar eiganda Gorilla vöruhús og Wake Up Reykjavík.
Íris Freyja tók þátt í Miss Universe Iceland árið 2021 og var valin Miss Supranational Iceland. Hún starfar einnig sem fyrirsæta og er skráð hjá umboðsskrifstofunni Eskimo Models.
Fókus óskar parinu innilega til hamingju!