Odell Beckham Jr. spilar með Baltimore Ravens og var áður í sambandi með Lauren Wood. Þau eignuðust son saman í febrúar 2022 en hættu saman fyrir nokkrum mánuðum.
NFL-leikmaðurinn er talsvert yngri en raunveruleikastjarnan, hann er 30 ára og hún er 42 ára.
Samkvæmt Page Six hafa þau verið að verja tíma saman síðastliðnar vikur, en aðallega í hóp með öðrum þar sem þau eiga mikið af sameiginlegum vinum.
Kardashian á fjögur börn með rapparanum Kanye West. Hún var síðast í sambandi með grínistanum Pete Davidson en þau hættu saman í ágúst 2022 eftir um níu mánaða samband.