Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen opnar sig um skilnaðinn við ruðningskappann Tom Brady í nýjasta tölublaði People.
Stjörnurnar voru giftar í rúmlega þrettán ár og eiga saman tvö börn.
Skilnaðurinn vakti gríðarlega athygli á sínum tíma. Gisele fór frá NFL-stjörnunni í október 2022 eftir „heiftarlegt rifrildi“ og fyrstu fregnirnar um yfirvofandi skilnað þeirra bárust í lok þess mánaðar.
Sá orðrómur var á kreiki að Gisele hafi gefið Tom úrslitakosti, annað hvort myndi hann hætta í ruðningi eða hún myndi skilja við hann. Fyrirsætan þvertók fyrir það og sagði að þau hafi einfaldlega ekki átt samleið lengur.
„Þetta hefur verið mjög erfitt fyrir fjölskylduna mína. Þetta hefur verið mjög erfitt á öllum svæðum lífsins,“ segir Gisele við People og bætti við að það eina sem hún getur gert núna er að gera sitt besta.
Fyrstu vikurnar eftir skilnaðinn voru Gisele mjög þungbærar. Hún segir að hún hafi komist í gegnum þetta tímabil með því að forgangsraða heilsu og hreyfingu. Hún passar sig að borða næringaríkan mat og hefur gaman af því að fara út í göngutúr, lyfta lóðum og stunda jóga.
Hún er einnig hætt að drekka áfengi. „Reyndar fór ég að taka eftir því fljótlega eftir að ég varð 40 ára. Ég var farin að finna mikinn mun á mér hvort ég hafði fengið mér vínglas kvöldið áður eða ekki. Það er samfélagslega samþykkt að fá mér vínglas. Og fólk segir jafnvel: „Það er hollt fyrir þig!“ Nú jæja, en það er ekki hollt fyrir mig. Ef þú vilt að líkaminn þinn geri það sem ég vil að minn geri, sem er mikið, þá get ég ekki verið að innbyrða alla þessa hluti (koffín, áfengi).“
Það eru liðin tvö ár síðan fyrirsætan hætti að drekka Hún segir að hún sefur mun betur og sé mun meira í núinu.