fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Boðflenna gekk tískupallinn í New York og enginn áttaði sig á því

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 14. september 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tískuvikan í New York er komin vel af stað og að vanda er alls konar stíll í boði á tískupöllunum. Ákveðinn „lína„ vakti mikla athygli gesta fyrr í vikunni, en líklega ekki tískunnar vegna. Það var umboðsskrifstofan Creators Inc., sem er umboðsaðili fyrir samfélagsmiðlar, sem hélt opna tískusýningu þar sem fólk gat komið og kynnt fatalínur sínar. Þar til eitt módel, ungur karlmaður, gekk pallinn, klæddur í sturtuhettu, stuttbuxur og plastpoka, sem gat verið plastpoki eða regnponcho. 

Tekið var á móti honum eins og öðrum módelum með miklum fagnaðarlátum og lófaklappi. Þegar módelið nálgaðist endann á tískupallinum  má sjá öryggisvörð koma hlaupandi og grípa módelið. Svo virðist sem hér hafi verið um boðflennu að ræða, en ekki það heitasta úr heimi tískunnar.

Myndbandinu var deilt á samfélagsmiðla og að vanda höfðu netverjar sitt að segja um atvikið.

„Þetta er ekki sorp heldur sorp,“ sagði einn þeirra. Annar sagði: „Ég sver að þessi tískufatnaður verður ruslmeiri með hverju ári.“ Sá þriðji viðurkenndi að hafa dáðst að módelinu: „Ég hugsaði að þetta væri bara ný tíska.“

Talið er að boðflennan YouTube prakkarinn Fred Beyer. Hann birtir margvísleg prakkarastrik á YouTube rás sinni, sem er með 300 þúsund áskrifendur. Beyer deildi skjáskoti úr myndbandinu á Instagram, en hefur ekki enn staðfest að hann hafi gengið tískupallinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Í gær

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki