fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fókus

Ragga nagli um líkamsvirðingu – „Barnaverndarnefnd væri mætt á tröppurnar á núlleinni“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 12. júní 2023 16:00

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, fjallar í sínum nýjasta pistli á Facebook um það hvernig mörg okkar tala um líkama okkar með neikvæðum hætti og þræla honum út með boðum en þó aðallega bönnum.

„Ímyndaðu þér að þú talir við og umgangist barnið þitt eins og þú gerir við líkama þinn,“ segir Ragga og kemur með dæmi.

„Mamma má ég fá að borða ég er svangur. Ég er með hausverk. Mig svimar.

Nei við borðum ekki fyrr en eftir tvo tíma. Við föstum til hádegis eins og þorri þjóðarinnar.

Hérna drekktu bara meira kaffi. Smá smjör útí… hættu svo þessu væli og hananú.

Mamma mig langar ekki aftur í kjúkling í kvöld. Er kominn með leið á honum.

Hættu þessu tuði… kjúlli er horaður snæðingur og við ætlum að plokka ógeðslegu magadellurnar af.

Nokkur kálblöð með…. fitubollur eiga ekki skilið að borða spennandi dinnera.

Mamma mig langar ekki í meira nammi. Mér er illt í maganum.

Jú haltu áfram að troða í vélindað…. það er laugardagur og þarf að nýta tækifærið. Það eru heilir sex dagar þar til þú færð aftur nammi.

Mamma ég get ekki farið á æfingu ég er svo þreyttur.

Ring, ring… á ég að hringja á vælubílinn fyrir þig. Það er þér að kenna að hafa farið svona seint að sofa.

Mamma, mig langar bara að taka létta æfingu í dag. Er með harðsperrur.

Heyrðu góurinn, heldurðu að spikið renni bara af sjálfu sér? Það þarf að kveikja í mörinni á rassinum með froskahoppum, ketilbjöllusveiflum og satanískum sprettum.

Mamma mig langar að fara að sofa ég er svo þreyttur.

Nei nei nei… hangtu í tölvunni og símanum fram á rauða nótt og eyðileggðu sjálfstraustið í samanburði við líkama og líf annarra á instagramm og Feisbúkk.

Ohhh mamma ég væri til í smá nammigott núna.

Ertu á eiturlyfjum?? Það er þriðjudagur… ekki laugardagur. Þú ert feitt svín og mátt ekki fá kruðerí og krúsídúllur.“

Alltof margir sem hatast út í líkama sinn 

Segir Ragga að ef við myndum tala við og umgangast barnið okkar með þessum sama hætti og mörg okkar gera við líkama okkar væri: „Barnaverndarnefnd væri mætt á tröppurnar á núlleinni.“ Segir hún alltof marga hatast út í skrokkinn og nota það sem eldsneyti til að hamast í rækt og bryðjast í gegnum horaða og einhæfa snæðinga.

„Þetta er skammgóður vermir eins og að míga í skóinn sinn.

Að þurfa að borða ákveðinn mat i þeim eina tilgangi að tálga lýsi leiðir til að á endanum springurðu á limminu og borðar yfir þig af öllu sem heitir sykur, salt, fita.

Að þurfa að æfa sama hvað skrokkurinn segir þann daginn ertu að tengja neikvæðar tilfinningar við ræktina sem er yfirleitt stærsta ástæðan af hverju kortið myglar í töskunni.

Yfirleitt eru markmiðin að missa kíló, bæta á sig vöðvamassam bæta frammistöðu, verða sterkari.

Og þegar við köfum dýpra og drögum út naflakuskið og spyrjum hvernig lífið væri öðruvísi er það hin eilífa leit mannsins að hamingjunni.“

Ekki bíða eftir hamingjunni

Segir Ragga að við eigum ekki að bíða og bíða eftir hamingjunni þar til eitthvað gerist:

„Þegar ég verð mjór, sterkur, stæltur, skorinn…. þá verð ég hamingjusamur.

En sannleikurinn er að þetta er akkúrat öfugt.

Þegar þú verður hamingjusamur geturðu gert langvarandi breytingar og þá fylgir bónusvinningurinn í að skrokkurinn tekur breytingum,

Ef þú byrjar að æfa og borða útfrá því að elska og virða líkama þinn þá tekurðu betri ákvarðanir í matarvali og velur mat sem lætur þér líða vel í líkama og sál því þú átt skilið.

Þú tekur léttari æfingar þegar skrokkurinn er þreyttur í staðinn fyrir að þjösnast bara til að brenna kalorium.

Þú tekur harðkjarna átök þá daga sem líkaminn er í toppstandi.

Þú ferð snemma að sofa til að fúnkera sem best og líða eins og nýstraujuðum þúsundkalli úr Seðlabankanum daginn eftir.

Þú borðar hóflega skammta af sælgæti hvenær sem þig langar og upplifir því aldrei kvíðann að þurfa að klára af því á morgun er það bannað.

Þú borðar þegar þú ert svangur. Þú hættir að borða þegar þú ert saddur.

Minntu þig á að koma fram við líkamann þinn eins og barnið þitt. Þá verður ferlið allt svo miklu auðveldara og heilsuhegðun verður ekki þvinguð heldur tekin útfrá ást og umhyggju.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi