fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Flugfélag vigtar farþega

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 30. maí 2023 17:00

Mynd: Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðavefur CNN segir frá því í dag að flugfélagið Air New Zealand muni frá og með 31. maí, að skipun flugmálayfirvalda Nýja Sjálands, vigta alla farþega sem fara með millilandaflugi flugfélagsins frá flugvellinum í Auckland á Nýja Sjálandi. Mun vigtunin standa yfir til 2. júlí næstkomandi.

Flugfélagið, sem er í meirihlutaeigu nýsjálenska ríkisins, kallar þetta könnun á þyngd farþega. Markmiðið er sagt vera að safna gögnum um þá þyngd sem flugvélar félagsins þurfa að bera og hvernig hún dreifist.

Séfræðingur flugfélagsins segir könnunina nauðsynlega til að reikna út meðalþyngd bæði farþega og áhafna. Almennt sé allt vigtað sem fari um borð í en þegar kemur að manneskjum sé notast við meðaltalsútreikninga.

Segir í umfjöllun CNN að vigtunin verði ekki tengd við nafn hvers og eins farþega og þyngdartölur verði ekki sýnilegar starfsmönnum á vettvangi.

Farþegar flugfélagsins í innanlandsflugi voru vigtaðir árið 2021 en vigtunin fyrir millilandaflugið fer fyrst fram núna vegna áhrifa Covid-heimsfaraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“