fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

„Þú ætlar að vera í Sloggi-brókinni sem sagt?“

Fókus
Föstudaginn 24. mars 2023 19:00

Maríanna Pálsdóttir og gömlu góðu Sloggi nærbuxurnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maríanna Pálsdóttir, snyrti- og förðunarfræðingur og eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur, er pistlahöfundur á DV. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og skrifar hreinskilna pistla um snyrtivörubransann og öðru því tengdu.

Sjá einnig: Maríanna segir sögu af dreng sem fékk ekki samþykki tengdaforeldra sinna

Í pistli vikunnar skrifar Maríanna um kröfur samfélagsins og hvort það sé ekki hægt að finna hinn gullna meðalveg.

„Þú ætlar að vera í Sloggi-brókinni sem sagt?“

Er það einhver lífsins nauðsyn að við konur séum alltaf tipp topp og uppstrílaðar? Er ekki bara í góðu lagi að við fáum frelsi til að vera stundum með úfið hárið, sultardropa á nefinu, með exem í hársverðinum gangandi um rekkana í búðinni í Crocs og flís! Það er ekki eins og það sé alltaf auðvelt að búa á íslandi og vera gella í mínus 15 stigum!

Eru kröfur samfélagsins orðnar svo svakalegar að okkur dettur ekki í hug að fara í Hagkaup án þess að vera með varalit og í háum hælum? Það er vissulega ákveðið lögmál að ef þú laumast út úr húsi í götóttu joggingbuxunum og gamla ættarmóts-bolnum (sem er bara svo þægilegur!) að þá hittirðu æskukrössið, já eða stelpuskrattann sem stríddi þér alltaf mest í grunnskóla og þetta verður ákveðin martröð!

Nýverið sagði vinkona mín mér af því þegar deitið hennar gagnrýndi kurteisislega metnaðarleysið við að hafa sig til. Hún hafi ekki verið búin að skipta út Sloggi-brókinni fyrir eitthvað æsilegra, auk þess sem hún hafði nú ekki haft fyrir því að farða sig nokkuð fyrir hversdagslegan hitting heima fyrir (þetta var ekki neitt gala deit). Þessar athugasemdir komu allar frá honum þar sem hann stóð inni á miðju gólfi hjá henni íklæddur stáltá og olíusmurðri Samskipa-úlpunni.

Ég hefði mögulega sýnt þessu meiri skilning hefði hún mætt með reytt tussutaglið á Sushi-Social en hún var nú bara heima hjá sér á þriðjudagskvöldi, nýbúin að svæfa, þegar sjarmörinn datt inn úr dyrunum. Það gladdi mig því ósegjanlega þegar hún bætti því við að hún hafi hlegið hressilega að manninum og bent honum svo jafnkurteisislega á að ef þetta væru kröfurnar ætti hann líklega að leita rakleiðis eitthvert annað eftir kvonfangi.

Vissulega yrði ég atvinnulaus nokkuð snögglega ef fólk myndi skyndilega hætta allri sjálfsumhirðu og -snyrtingu. Ég þarf því vart að taka fram mikilvægi þessara þátta í tilveru okkar allra og mæli alltaf með góðri umhirðu og dekri fyrir okkur sjálf, bæði á líkama og sál.

En getum við samt ekki sammælst um að hafa lífið bara þægilega blöndu af Sloggi og blúndu fyrir alla? Jahh ég viðurkenni að ég er komin á Sloggi-vagninn og vel þægindi fram yfir harðar og óþægilegar bandabrækurnar úr Adam og Evu…. Allavega svona flesta daga!

Fylgdu Maríönnu á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Í gær

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni
Fókus
Fyrir 3 dögum

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts