fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Gagnrýnir viðburðahaldara og bendir á topplistana – „Étið hattinn ykkar. Bókið konur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 20. mars 2023 11:15

Steinunn Jóns. Mynd/Hanna/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Jónsdóttir, tónlistarkona og meðlimur í vinsælu rappsveitinni Reykjavíkurdætur, segir að það sé úrelt hugsun að það séu ekki nógu margar vinsælar tónlistarkonur til að kynjahlutföll séu jöfn á viðburðum.

Hún vakti fyrst athygli á þessu á Instagram um helgina og benti á að konur séu í meirihluta á topplista Bylgjunnar.

„Kæru viðburðahaldarar. „Afsökunin „það eru ekki nógu margir vinsælir [kvenkyns] flytjendur og þess vegna eru 90 prósent af flytjendum á dagskránni okkar [karlmenn]“ er úrelt. Étið hattinn ykkar. Bókið konur,“ skrifaði hún á Instagram.

Skjáskot/Instagram

Fréttablaðið ræddi við Steinunni sem sagði þetta væri „svo þreytandi gömul tugga.“

„Og í rauninni mjög skaðleg. Það er mikilvægt fyrir stelpur sem eru að vaxa úr grasi og alla krakka að sjá allskonar listafólk af öllum kynjum og að allir fái pláss,“ sagði hún.

Hún og hinar Reykjavíkurdæturnar hafa fengið þau svör, við spurningum um skort á kvenkyns flytjendum á viðburðum, að það séu einfaldlega ekki nógu margar vinsælar tónlistarkonur. „Þetta er ekki rétt í dag,“ sagði hún við Fréttablaðið. Hljómsveitin Reykjavíkurdætur hefur verið í þeirri undarlegu stöðu að eftirspurn eftir þeim hefur verið gríðarleg á tónlistarhátíðum erlendis, löngu áður en þær slógu í gegn hérlendis í undankeppni Eurovision, en sama var ekki uppi á teningnum hjá íslenskum viðburðahöldurum.

Steinunn benti einnig á að tónlistarhátíðin Icelandic Airwaves hafi sett sér upp kynjakvóta og það hafi selst upp á hátíðina í fyrra.

„Það var enginn sem hugsaði, hér eru of margar konur,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri