fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Skilur núna af hverju hann hafi verið svona spenntur þegar hún greindi frá starfi sínu

Fókus
Sunnudaginn 3. desember 2023 21:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég sá hvernig kærastinn minn spenntist allur upp þegar ég sagði honum við hvað ég vinn. Nú skil ég af hverju, hann er með hjúkrunarfræðinga á heilanum.“

Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.

Kærastinn er 28 ára. „Og hann er með alveg svakalega kynhvöt og krefst þess að ég klæði mig í vinnufötin fyrir hann, allavega tvisvar í viku. Stundum er ég varla komin inn um dyrnar þegar hann byrjar að kyssa mig,“ segir hún.

„Vandamálið er að þegar ég er ekki í vinnufötunum þá er hann ekki nærri því jafn hrifinn af mér. Hann kallar mig „Nursey“, ég er 26 ára.

Ég hef líka tekið eftir því að hann líkar stundum við myndir vinkvenna minna á samfélagsmiðlum og síðast þegar við fórum öll út saman þá fannst mér eins og hann væri að daðra við eina þeirra. Og gettu hvað? Hún er líka hjúkrunarfræðingur.

Ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort hann myndi hafa sama áhuga á mér ef ég væri ekki hjúkrunarfræðingur.

Við höfum verið saman í næstum eitt og hálft ár, sambandið okkar er nokkuð gott. Hann er fyndinn og gjafmildur en tilfinningin að hann sé hrifnari af búningnum en mér gerir mig óörugga.

Ég átti afmæli nýlega og hann keypti handa mér latex hjúkkubúning, mjög stuttur og rauður kjóll. Ég hafði beðið um veski en hann sagði að honum fannst eins og það yrði skemmtilegra hjá okkur með kjólnum. Hann hafði þegar keypt svipaðan búning nokkrum mánuðum fyrr, bara í öðruvísi lit.

Mér finnst ágætt að klæða mig fyrir hann en mig langar ekki að gera það alltaf, og þegar ég sting upp á því að við sleppum búningunum þá er hann ekki jafn spenntur fyrir kynlífi, hann hefur meira að segja farið í fýlu og neitað að stunda kynlíf.“

Konan spyr hvort hún sé að vera ósanngjörn eða hann.

Ráðgjafinn svarar

„Það hljómar eins og kink kærasta þíns sé að breytast mjög hratt í blæti. Kink er eitthvað sem kveikir í þér, blæti er eitthvað sem þú þarft til að fá fullnægingu.

Það er ekkert að því að vera með blæti, á meðan allir aðilar séu samþykkir að taka þátt í því. En það þýðir samt ekki að þú eigir ekki að segja neitt og deila áhyggjum þínum. Það er eins og kynlífið ykkar snúist bara um hann og hans ánægju. Talaðu við hann, ef hann er ekki tilbúin að mæta þér á miðri leið þá skaltu hugsa þig vel og vandlega hvort þessi maður sé fyrir þig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“