fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Jólaspilin: Þríleikur um íslenska arfleið

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 12. desember 2023 15:19

Sagnir, Rúnir og Veður mynda þríleik um íslenska arfleið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fátt er jólalegra en að spila gott borðspil eftir jólamatinn eða í jólaboðinu. DV fer yfir nokkur af helstu jólaspilunum í ár.

Það er alltaf skemmtilegt þegar koma út ný íslensk spil sem eru ekki hefðbundin spurningaspil, spil um íslenska tungu eða partíspil. Gamia Games hafa nú gefið út þríleik spila sem teljast til flóknari spila, hönnuð af Svavari Björgvinssyni og Moniku Brzkova. Þessi spil eru líka ekki eingöngu stíluð inn á heimamarkað. Textinn er lítill á spilunum sjálfum og reglurnar birtar á þremur tungumálum.

Spilin koma öll í eins kössum, sem eru í þægilega lítilli stærð og eru notaðir sem hluti af spilinu sjálfu. Þau eru einnig fallega myndskreytt og litrík.

 

Stokkasmiður um veðrið

Veður er nýjasta spilið í þessum þríleik, sem byggður er á íslenskri arfleið. Í spilinu keppast leikmenn við að fylla veðurflísar með kortaspjöldum sem innihalda veðurtákn.

Veður er svokallaður stokkasmiður (deckbuilder), en það er gangverk sem varð geysivinsælt í borðspilaheiminum eftir að spilið Dominion kom út árið 2008. Snýst það um að vera sífellt að spila úr og bæta við kortaspjaldabunkann sínum til að gera hann sífellt sterkari. Í dag eru til ótal spil með þessu gangverki, bæði sem aðalgangverki eða auka og af ýmsum þyngdargráðum. Veður er í léttari kantinum.

Athygli vekur að hægt er að spila spilið á tvennan hátt, það er einfalda og flókna útgáfu. En flókna útgáfan er alls ekkert það flókin. Ef maður er á annað borð að spila svona spil þá sé ég ekki að einfalda útgáfan sé til mikils annars en að kenna manni spilið.

Í flóknari útgáfunni hafa leikmenn um fleiri aðgerðir að velja og þær eru ekki allar eins hjá leikmönnunum. Þú getur gert aðgerðir sem aðrir geta ekki.

Fjöldi: 2-4

Aldur: 14+

Tími: 10-20 mín á leikmann

Útgefandi: Gamia Games

 

Heilabrennari með rúnum

Rúnir er næst nýjasta spilið í þríleiknum, gefið út árið 2020. Þetta er teningaspil sem er mjög einfalt að spila en jafn framt djúpt. Það snýst um að kasta sex teningum og „rista rúnir“ í steina á leikborðinu.

Hver leikmaður fær kristalla sem annað hvort er hægt að nota til að rista rúnirnar eða breyta tengingunum á einhvern hátt. Ýmis verkfæri eru í boði á borðinu, valin af handahófi, en aðeins má nota þau einu sinni.

Leikmenn fá stig fyrir að rista rúnir og safna peningum og verðlaunum fyrir að ná ákveðnum settum. Þegar einhver hefur klárað síðasta kristallinn eru stigin talin.

Rúnir er svolítill heilabrennari (brain burner) því maður vill ná að hámarka afköstin í hverju einasta kasti. Það getur verið blóðugt að þurfa að nota kristal til að breyta teningum og enn þá blóðugra ef teningur nýtist illa. En það er líka mjög fullnægjandi að finna út góða nýtingu á teningakasti.

Það er hægt að spila einfaldari útgáfu með því að sleppa verðlaununum. En eins og áður segir þá er spilið alls ekki flókið og verðlaunin auka ekki mikið á flækjustigið til að byrja með.

Fjöldi: 2-4

Aldur: 14+

Tími: 10 mín á leikmann

Útgefandi: Gamia Games

 

Munstraðar kynjaverur

Þriðja spilið heitir Sagnir sem byggir á íslenskum sögum um alls kyns skrímsli, furðuverur og vættir. Í grunninn snýst það þó um að búa til mynstur á borði sem er búið til úr flísum með myndum af frumefnum. Þetta er önnur útgáfa af spilinu Mythical Island sem kom út árið 2019.

Leikmenn safna stigum með því að færa sig um borðið og skipta út flísum til að mynda raðir og form sem standa á spilum sem þeir hafa á hendi og sameiginlegum spilum sem allir geta tilkall til.

Þetta spil er eins og bræðingur af ýmsum nokkuð þekktum spilum. Það minnir um margt á samvinnuspilið Forbidden Island, það er að segja að hver leikmaður hoppar á milli flísa og framkvæmir ákveðið margar aðgerðir. Munsturgerðin minnir líka nokkuð á Takenoko.

Það sem spilið minnir þó kannski helst á er Five Tribes. Það er að segja að þegar komið er að þér eru öll plönin sem þú varst búin/n að hugsa farin í vaskinn þar sem aðrir leikmenn eru búnir að gjörbreyta borðinu. Sagnir er því ekki spil sem snýst um að gera langtímaplön heldur frekar að bregðast við, reyna að spotta tækifærin sem koma upp og hámarka stigin.

Fjöldi: 2-4

Aldur: 14+

Tími: 20-40 mín

Útgefandi: Gamia Games

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Í gær

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra