fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Ættleiddu og urðu svo ófrísk – „Fjögur börn undir fimm mánaða aldri er mikil áskorun“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. desember 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fjör á heimili Zac og Brittney Wolfe, sem búsett eru í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Eftir að hafa reynt barneignir í langan tíma ættleiddu þau stúlkubarn, Charlie, sem fæddist í júlí og eignuðust þau síðan þríburana, Knox, Navie og Noa, 19. október. Börnin eru nú öll komin heim, stuttu fyrir jólahátíðina.

Hjónin með börnin fjögur.

Í júlí 2011 lenti Zac í bílslysi sem olli mænuskaða. Hann og Brittney höfðu verið vinir síðan í háskóla, en eftir slysið varð vináttan að ástarsambandi. Þau trúlofuðu sig árið 2013 og giftu sig tveimur árum síðar. Í næstum áratug reyndu þau að eignast börn, en án árangurs.

„Eftir að hafa reynt í ár ákváðum við að leita til læknis til að komast að því hvort annað hvort okkar væri með vandamál,“ sagði Zac í viðtali við The Courier Express. „Við vorum kvíðin vegna meiðsla minna og vorum ekki viss um hvort við myndum geta eignast barn á hefðbundinn máta. Allt kom þó vel út úr rannsóknum.“

Hjónin héldu áfram að reyna næstu fimm árin og eyddu næstum 100 þúsund dölum í IVF meðferðir sem reyndust árangurslausar. Hjónin ákváðu því að fara í gegnum ættleiðingarferli og settu upp heimasíðu til að kynna sig sem verðandi foreldra.

„Okkur hafði alltaf dreymt um að eignast stóra fjölskyldu og ófrjósemin sýndi okkur að þetta snerist ekki um hvernig við yrðum foreldrar, heldur snýst þetta um sjálft foreldrahlutverkið og sú hugsun beindi okkur í ættleiðingarferlið.“

Hjónin halda einnig úti Facebook-síðu þar sem fylgjast má með fjölskyldunni.

Þriburarnir útskrifaðir.

Ættleiddu stúlkubarn

Árið 2022 benti nágranni þeirra þeim á ófríska konu sem vildi gefa barn sitt til ættleiðingar. Konan fæddi dóttur þann 27. júlí, Charlie, sem hjónin ættleiddu. Um svipað leyti og hjónin voru í ættleiðingarferlinu heyrðu þau um fósturættleiðingu. Samkvæmt National Embryo Donation Center (NEDC), sem hjónin leituðu til, er fósturættleiðing ferli þar sem pör/hjón sem hafa farið í gegnum glasafrjóvgun geta gefið frysta fósturvísa sína til annarra para/hjóna sem ekki geta orðið þunguð.

Hjónin ákváðu að reyna þessa leið, en fyrsta meðgangan gekk ekki. Í apríl á þessu ári ákváðu þau að reyna aftur. Að þessu sinni tókst að koma fósturvísunum fyrir og ómskoðunartæknir sagði að þau ættu von á þríburum. Þríburarnir fæddust eftir tæpa 31 vikna meðgöngu, dvöldu á gjörgæslu í 46 daga og voru útskrifaðir af sjúkrahúsi í byrjun desember. „Þegar þú ert að ganga í gegnum þetta ertu svo stressaður,“ segir Zac. „En þegar Charlie kom til okkar minnkaði stressið og meðganga Brittney gekk svo vel vegna þess að við einbeittum okkur að því jákvæða.“

Þau segja tímann sem þríburarnir dvöldu á gjörgæsludeild hafa tekið á, einnig vegna ferðalaganna fram og til baka á milli spítalans og heimilis þeirra, en hrósa læknum og hjúkrunarfræðingum sem önnuðust þau. „Allir elskuðu börnin okkar eins mikið og við,“ sagði Brittney. „Það gerði þetta aðeins auðveldara.“

Þriburarnir komnir heim.

„Charlie fékk loksins að hitta systur sínar og bróður eftir 46 daga á gjörgæsludeild,“ sagði Zac. „Fjögur börn yngri en fimm mánaða eru kannski töluverð áskorun, en við erum með þetta. Við erum með frábært bakland og fáum mikla hjálp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“