fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Fyrsta eiginkonan ekki par sátt með Bubba – „Vandræðalegt“

Fókus
Laugardaginn 2. desember 2023 11:53

Bubbi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listakonan Inga Sólveig Friðjónsdóttir virðist ekki sátt með fyrrverandi eiginmann sinn, tónlistarmanninn Bubba Morthens, ef marga má færslu hennar á Facebook þar sem hún segir það neyðarlegt að Bubbi hafi leikið listir sínar fyrir Arnarlax.

Það vakti athygli í vikunni er Bubbi gagnrýndi styrktarsamning Arnarlax við Handknattleikssamband Íslands, en Bubbi hafði sjálfur þegið greiðslur frá Arnarlax fyrir nokkrum árum síðar.

Alvarlegur tvískinnungur

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum þingmaður og ritstjóri vestfirska miðilsins Bæjarins bestu, gagnrýndi tónlistarmanninn harðlega í grein á miðli sínum þar sem hann sagði meðal annars:

„Þarna kemur fram alvarlegur tvískinnungur hjá tónlistarmanninum. Honum finnst það allt í lagi að hann sjálfur fái greitt frá Arnarlax en reginhneyksli að HSÍ fái greitt frá Arnarlax. Þegar hann fær greitt er það fáránlegt bull að gagnrýna það en þegar HSÍ fær greitt er formaður HSÍ sakaður um dómgreindarbrest og ætti að segja af sér. Það er ekki svo að formaður HSÍ sé að fá peningana í eigin vasa, þeir fara í að kosta starfið, en það á við um Bubba, peningarnir fór beint í hans vasa“

Vísaði Kristinn til þess að Bubbi hafi á árinu 2017 samið við Arnarlax og spilað á hátíð á Bíldudal, og fengið fyrir það greitt. BB.is vakti athygli á málinu á sínum tíma undir fyrirsögninni „Bubbi og Arnarlax slíðra sverðin.“ og lét Bubbi sjálfur hafa eftir sér á Facebook-síðu hátíðarinnar að skárra væri það nú ef menn gætu ekki tekið tónlistinni hans fagnandi þótt þeir væru ekki sammála skoðunum hans.

Inga Sólveig virðist taka undir með Kristni en hún deilir frétt Mannlífs sem byggir á greininni á bb.is og skrifar einfaldlega „Vandræðalegt“ og svo taggar hún fyrrverandi eiginmann sinn.

Tæplega fjórir áratugir eru síðan Inga Sólveig og Bubbi skildu, en skilnaðurinn varð innblásturinn að plötunni Kona.

Skoðanir Bubba ekki til sölu

Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar kvaddi sér hljóðs í athugasemdum og rakti að fyrir fimm árum síðan hafi hann sjálfur reynt að hanka Bubba á þessu máli. Þá hafi Bubbi sagt ekkert ankannalegt við að spila á hátíð styrktri af Arnarlax. Hann væri að spila fyrir fólkið á Bíldudal, á hátíð sem hafi verið haldin árum saman. Af og frá væri að Arnarlax væri að kaupa ímynd Bubba eða skoðanir hans.

„Arnarlax er að sponsorera bæjarhátíð þetta er svipað og að ég gæti ekki spilað á Akureyri á einhverjum tímum ef Samherji væri að leggja pening í einhverja hátíð, eða Vestmannaeyjum því þar væri eitthvað fyrirtæki sem gerir út á kvóta… þetta er óendanlegt bull. Mega umhverfisverndarsinnar ekki fljúga því að flugvélar menga? Þó Arnarlax sé að leggja pening í bæjarhátíð? Hvað annað ættu þessir karlar að gera nema leggja pening í bæjarfélagið til að halda sínum standard og sínum gúddvilli? Ég er að spila þar. Bara af því að ég er mótfallinn sjókvíaeldi á þá að fara að gera þetta eitthvað ankannalegt? Nei. Afstaða mín mun ekki breytast. Ég lít á þetta sem algjört bull.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra