fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Mánuði eftir draumabrúðkaupið fór veröldin á hvolf – „Hvernig gat ég ekki séð þetta fyrir?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 09:26

Manon Mathews og til hægri má sjá mynd frá brúðkaupinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn Manon Mathews opnar sig um erfiða lífsreynslu. Hún hefur lengi notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum, margir muna eftir henni á Vine, samfélagsmiðill í anda TikTok sem fór á hausinn árið 2017.

Hún byrjaði með leikaranum Stephen Murphy í lok árs 2017, þau trúlofuðust fjórum mánuðum seinna og gengu í það heilaga í júlí 2019. Aðdáendur fengu að fylgjast með brúðkaupsundirbúningnum og hún birti einnig myndband frá stóra deginum á YouTube.

„Við kynntumst í gegnum Instagram. Þetta var mjög falleg upplifun, eins og þetta væru örlögin,“ segir hún í hlaðvarpsþættinum Almost Adulting með Violet Benson.

„Hann leyfði mér að hlusta á lag á öðru stefnumótinu okkar. Hann sagði að ég væri fyrsta konan sem hann hefði sýnt þetta lag, því þetta lag var ætlað framtíðareiginkonu hans,“ segir hún.

Það kom síðar í ljós að hún var hvorki fyrsta né síðasta konan sem hann sýndi umrætt lag. Það kemur fram í þættinum að hann hafi sent sautján öðrum konum lagið.

Stephen bjó í Ástralíu en flutti til Bandaríkjanna. „Ég keypti handa okkur hús, fimm dögum fyrir brúðkaupið. Öll fjölskylda hans kom í brúðkaupið og eyddi fullt af pening til þess að koma, þau komu frá Skotlandi og Ástralíu. Pabbi fylgdi mér upp að altarinu og við grétum og þetta var ótrúlega fallegur dagur,“ segir hún.

Mánuði síðar hitti hún vin sinn og kærustu hans til að fara í gegnum brúðkaupsmyndir. En það sem þau sögðu henni sneri veröld hennar á hvolf.

„Þau sögðu að hann hefði verið að senda öðrum konum nektarmyndir í nýja húsinu ykkar. Þau sýndu mér yfir hundrað skjáskot af skilaboðum hans til annarrar konu:  „Manon skiptir mig engu máli. Hún er bara herbergisfélagi. Þú ert mín eina sanna ást,“ sagði hann við þessa konu,“ segir Manon.

„Veröld mín fór á hvolf. Ég varð efins um allt saman, því ég hélt að hann elskaði mig og hann kom fram við mig eins og drottningu. Hann elskar mig, þannig hvað er hann að gera? Og hvernig gat ég ekki séð þetta fyrir?“

Manon segir að sama kvöld hafi hún talað við eiginmann sinn.

„Hann fór á hnén og baðst afsökunar og sagði: „Ég er veikur, ég veit ekki hvað er að mér. Ekkert af því sem ég sagði er satt. Ég var bara að reyna að halda athygli hennar því mér leið eins og ég þyrfti að lítillækka þig svo mér liði vel.“

Manon gaf honum tækifæri. „En eftir mánuð var augljóst að hann var ekki búinn að breytast. Ég spurði hvort við gætum farið í gegnum símann hans og hann fór í mjög mikla vörn. Við skoðuðum símann hans og ég sá bara hverja konuna á fætur annarri þar sem hann var að senda: „Ég elska þig, ég hef alltaf gert það.“ Mjög skrýtnir hlutir, en ég fór frá honum og hef ekki litið um öxl síðan.“

Þú getur horft á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“