fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fókus

Nú steinhættir þú að „snúsa“ á morgnanna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 18:29

Stilltu frekar vekjaraklukkuna þegar þú ætlar á fætur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnst þér gott að „snúsa“ á morgnanna? Láta vekjaraklukkuna hringja á fimm til tíu mínútna fresti þar til þú nennir fram úr? Þá ættir þú að heyra hvað svefnsérfræðingurinn Dr. Erla Björnsdóttir hefur um það að segja hér að neðan.

video
play-sharp-fill

Erla er nýjasti gestur í Fókus, spjallþætti DV í umsjón Guðrúnar Óskar Guðjónsdóttur. Hún er sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri Svefns og hefur um árabil sérhæft sig í rannsóknum á svefni og meðferðum gegn svefnleysi.

Aðspurð hvort það sé æskilegt að „snúsa“ á morgnanna svarar Erla neitandi.

„Þetta er svo mikil sóun á samfelldum svefni sem þú gætir verið að fá.  Þetta er stöðug truflun á svefninum þínum,“ segir hún.

Mynd/Pexels

Að „snúsa“ er þegar vekjaraklukkan hringir en viðkomandi ýtir á snús-takkann og vekjaraklukkan hringir þá aftur eftir fimm til tíu mínútur. Á iPhone símum er snúsið yfirleitt níu mínútur.

„Þú ert að rugla svefnkerfið þitt og ert ekki að fá neinn gæðasvefn, engan djúpsvefn. Það væri miklu betra fyrir þig að sofa klukkutíma lengur en að snúsa í klukkutíma,“ segir hún og bætir við að það sé í góðu lagi að snúsa ef þú ert bara að kúra aðeins og koma þér í gang, en það sé slæmt að festa svefn aftur.

„Undir morgun er léttur svefn, draumsvefn ríkjandi. Fyrri hluta nætur er það djúpsvefn, þannig venjulega þegar vekjaraklukkan hringir í fyrsta sinn á morgnanna erum við í léttum svefni, það er auðvelt fyrir okkur að vakna. Hins vegar ef við sofnum aftur erum við að byrja nýjan svefnhring og getum verið fljót að komast inn í djúpsvefn, þannig næst þegar klukkan hringir þá erum við kannski í djúpsvefni og að vakna upp úr djúpsvefni er mjög erfitt. Við erum þreytt, illa áttuð og lengi að koma okkur í gang, getum þess vegna verið bara á svona óþægilegum takti allan daginn.“

Í þættinum fer Erla um víðan völl, hún ræðir meðal annars um svefnheilsu, svefnlyfjanotkun Íslendinga, skjánotkun, hvort hægt sé að vinna upp svefn og hvaða áhrif nikótínpúðar hafa á svefninn. Horfðu á þáttinn hér, eða hlustaðu á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi

OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“
Hide picture