fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Sísí og Biggi orðin hjón – „Hversu ríkur getur einn maður verið?“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 13. nóvember 2023 18:56

Sísí og Biggi Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sísí Ingólfsdóttir listakona og Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, giftu sig á laugardag.

„Laugardagurinn var svolítið mikið skemmtilegur og fullkominn á allan hátt. Og partýið er rétt að byrja. Dásamlegur dagur með börnunum okkar sjö og okkar nánustu. Hversu ríkur getur einn maður verið. Ástin og lífið krakkar,“ segir Biggi í færslu á Facebook.

Bjarni Sæmundsson leikari og athafnastjóri hjá Siðmennt gaf parið saman í Fríkirkjunni í Reykjavík

Hlutirnir hafa gerst hratt hjá turtildúfunum. Þau kynntust á síðasta ári og opinberuðu samband sitt á Facebook í byrjun árs og trúlofuðu sig 28. Júní. Einnig hafa þau keypt húsnæði saman í Laugarnesi enda barnmörg hjón og það þarf pláss fyrir alla, Biggi búinn að selja sína fyrrum piparsveinsíbúð í Hafnarfirði sem vakti athygli í Skreytum hús sjónvarpsþættinum og Sísí sína á Snorrabraut.

Sjá einnig: Sísí selur á Snorrabraut – Nýr kafli framundan með Bigga löggu

Sísí á fjögur börn frá fyrra sambandi og stjúpdóttur og Biggi á tvö börn úr fyrra sambandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“