fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Einföld spurning splundraði sambandinu

Fókus
Laugardaginn 11. nóvember 2023 22:30

Myndin tengist greininni ekki beint/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var einföld spurning. Spurning sem splundraði fimm ára sambandi. „Af hverju ertu alltaf að setja „like“ við myndirnar hjá þessari konu?““

Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Þessi einfalda spurning átti eftir að umturna lífi hennar.

„Allt í einu rauk kærastinn minn í burtu, sakaði mig um að vera afbrýðissöm. Þessi rosalegu yfirdrifnu viðbrögð hans kveiktu á viðvörunarbjöllum, þannig ég fann konuna á Instagram.

Ég sá þá að hann hafði líkað allar myndirnar hennar síðastliðna sex mánuði og verið duglegur að hrósa útliti hennar.“

Konan hefur verið með kærastanum í fimm ár. Hún er 47 ára og hann er 50 ára. Hún á 15 ára gamlan son úr fyrra sambandi.

„Undanfarna mánuði þá hefur mér þótt hann haga sér eitthvað grunsamlega, hann hefur verið að fela símann sinn, sagt að hann vilji „ferskt loft“ og hverfa síðan í nokkra klukkutíma.

Hann er allt í einu hættur að vilja stunda kynlíf, þó svo að hann hefur alla tíð verið með mjög mikla kynhvöt.

Ég bara vissi um leið og ég sá hvað hann var að gera á netinu að eitthvað væri í gangi. Ég spurði hann nánar út í þetta og spurði hvort þau væru að tala saman.

Hann neitaði að sýna mér innhólfið sitt, varð reiður og sagðist vera kominn með nóg af ásökunum mínum. Hann pakkaði síðan eigum sínum.

Ég er í algjöru áfalli. Ég get ekki borðað né sofið og ég veit ekki hvað ég á að gera. Hann neitar að tala við mig. En það sem er verra, hann neitar að tala við son minn sem lítur á hann sem pabba sinn. Hann bara hvarf úr lífi okkar.“

Konan bætir því við að hún sé sannfærð um að hann hafi verið að halda framhjá með konunni. „Þó svo ég hafi ekkert sem sanni það, en hegðun hans hefur sannfært mig.“

Að lokum spyr hún: „Hvað á ég að gera?“

Ráðgjafinn svarar:

„Hegðun hans er vísbending um að hann sé að reyna að koma sökinni yfir á þig, hann hefur líklegast ekki verið hreinskilinn við þig.

Frekar en að svara fyrir gjörðir sínar eða eiga erfitt samtal, þá lét hann sig hverfa. Það er heigulsháttur og ósanngjarnt gagnvart þér. En það er líka virkilega ljótt gagnvart syni þínum.

Gefðu honum smá tíma, sendu honum skilaboð og láttu hann vita að þið þurfið að spjalla saman. Útskýrðu hvaða áhrif þetta er að hafa á þig og son þinn. Ég veit að þér líður illa en það er mikilvægt að sonur þinn viti og skilji að hann hefur ekki gert neitt rangt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram