fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Íslenski karlmaðurinn segir nú frá swing-senunni hér á landi – „Við fengum heimboð að hitta ungt par í Garðabæ“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 10. nóvember 2023 20:21

Myndin tengist greininni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski karlmaðurinn sem skrifaði um upplifun hans og eiginkonunnar á kynlífsklúbbum Kanaríeyja í pistli á DV í lok október skrifar nú nýjan grein. Í þetta sinn fjalla skrif hans um swing-senuna hér á landi.

Greinin birtist í tveimur hlutum. Seinni hluti birtist sunnudagskvöld.

Orðið swing er notað yfir það að stunda makaskipti í kynlífi. 

Maðurinn kemur fram nafnlaus og við gefum honum orðið:

Swing á Íslandi

„Við hjónin ákváðum eftir mjög vel heppnaða byrjun á okkar swing-ævintýri á Kanaríeyjum að þetta yrði eitthvað sem yrði bara gert í útlöndum. En við vorum ekki búin að vera lengi heima þegar púkinn læddist inn og náði tökum á okkur. Það var svolítið erfitt að hætta einhverju sem var búið að eiga hug okkar allan og lítið annað gert en að ræða þessi sjóðheitu Kanaríkvöld.

Við byrjuðum á að skrá okkur á Einkamál.is og ekki leið á löngu þangað til að við vorum komin með stefnumót með pari búsettu á Íslandi með uppruna í Suður-Ameríku. Við fórum á stefnumót með þessu myndarlega pari á veitingastað í Reykjavík. Það heppnaðist prýðilega og var ákveðið að halda heim til okkar.

Þetta var í eina skiptið sem Einkamál.is gaf af sér vel heppnað kvöld fyrir okkur. Okkar reynsla er að þeir sem eru forvitnir og óvissir skrá sig þar en við komumst að því að allir alvöru swingerarnir eru skráðir á síðu sem heitir Sdc.com.

Opið og skemmtilegt fólk

Við gerðum prófíl þar inni og ekki leið á löngu þar til að við áttum stefnumót við íslenskt par með mjög mikla reynslu. Stefnumótið var samt það sem kallast „social“ og er þá bara spjall.

Það var frábært að hitta þetta fólk og við lærðum mikið af þeim. Það er nefnilega alveg magnað hvað fólk er tilbúið að gefa af sér í þessum lífsstíl, og við höfum oft gert það sama fyrir ný pör. Það er líka gaman að tala við aðra um þennan lífsstíl og deila reynslu sinni. Það er ekki eins og að maður geti deilt því með hverjum sem er.

Það er okkar reynsla að fólk sem stundar þennan lífsstíl fyrir alvöru er mjög opið og skemmtilegt fólk, yfirleitt fólk á góðum stað í lífinu og margir sem við höfum hitt eru í áhrifastöðum í þjóðfélaginu.

Við höfum átt mörg stefnumót og „social“ hittinga og við höfum bara lent í einu atviki sem má segja að hafi verið furðulegt.

Heimboð í Garðabæinn

Það var þannig að við fengum heimboð að hitta ungt par í Garðabæ í gegnum það sem kallast „speed date“ á Sdc. Við vorum komin með ágætis reynslu þarna af því að fara í svona hittinga og við erum mjög örugg með okkur í svona aðstæðum.

Þetta unga par tók á móti okkur með bros á vör í litlu kjallaraíbúðinni sinni í vesturhluta Garðabæjar. Hún var mjög myndarleg og vel vaxin en hann var ekki alveg í takt. Svolítið Jessy Pinkman vibe í gangi.

Hann var klæddur í stuttbuxur, í gráum hlýrabol og var í ósamstæðum sokkum. Hann var blautur undir báðum handarkrikum, annað hvort var hann svona sveittur eða kannski þurrkaði hann sér ekki nógu vel eftir sturtuna. Allavega eftir gott spjall við þetta annars mjög indæla fólk braut ég ísinn og sagði að mér þætti mjög ólíklegt að það myndi eitthvað gerast á milli okkar.

Við ákváðum samt að sitja þarna lengur aðeins og spjalla enda hið indælasta fólk. Ég tók síðan eftir því að konunni minni var farið að lítast mjög vel á húsfreyjuna og gaf hún mér merki um að hún væri alveg til í hana. Ég braut þá ísinn aftur og stakk uppá að stelpurnar myndu leika sér fyrir framan okkur, og fyrir því var mjög góður hljómgrunnur.

Daman unga náði þá í þunna dýnu og færði borðið í stofunni þannig að við gætum séð sýninguna úr sófanum. Þær klæddu hvor aðra úr og kysstust báðar naktar á miðju stofugólfinu og var það mjög fallegt og mjúkt. Ætla að skilja restina eftir fyrir ímyndunarafl lesenda en þetta var bara nokkuð góður endir á annars misheppnaðri tilraun.“

Seinni hluti birtist á sunnudagskvöld.

Lestu grein hans um kynlífsklúbbana á Kanarí hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram