fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Íslenskur karlmaður segir frá ævintýrum hans og eiginkonunnar á kynlífsklúbbum Kanaríeyja – „Við áttum kvöldstund með þeim sem var líkust alsælu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 30. október 2023 20:00

Samsett mynd sem tengist greininni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur karlmaður opnar sig um upplifun hans og eiginkonunnar á swing-senunni á Kanaríeyjum.

Orðið swing er notað yfir það að stunda makaskipti í kynlífi.

Maðurinn kemur fram nafnlaus og við gefum honum orðið:

Eyjan óþekka

Flestir sem hugsa um Gran Canary hugsa eflaust um allt eldra fólkið sem dvelur þar löngum stundum eða samkynhneigða karlmenn. Reyndar er Gran Canary algjör paradís fyrir hvoru tveggja en það er eitt annað sem leynist á eyjunni sem er öllu meira athyglisvert.

Það er afar blómleg swinger sena þar. Við hjónin höfum eins og margur Íslendingurinn ferðast til Tenerife ár hvert til að fá sól í hjartað og róa taugakerfið. Eitt árið ákváðum við að breyta til og fara í staðinn til Gran Canary. Við höfðum örlítið prufað að skoða þennan lífsstíl sem kallaður er að swinga og var okkar fyrsta skipti einmitt á Tenerife þar sem að við fórum á kynlífsklúbb sem kallast Club Mistique og er staðsettur við Adeje.

Það má segja að þessi tilraun okkar mistókst því miður. Sennilega voru of miklar væntingar hjá okkur og það komu upp allskonar tilfinningar varðandi afbrýðisemi og fleira. Eftir þessa tilraun var varla rætt meira um þessa reynslu, en ég var búinn að ákveða að þetta myndi ég aldrei gera aftur.

Við ákváðum svo að prófa að fara eitt árið til Gran Canary svona til tilbreytingar, en við höfðum verið með svolitla fordóma fyrir eyjunni eins og margir. Þetta var sirka einu og hálfu ári eftir þessa tilraun okkar á Club Mistique þegar vika var fyrir ferðina góðu að ég spurði  konuna mína hvort að við ættum að gefa þessu eitt tækifæri enn sem hún tók vel í. Ég lagðist svo í rannsóknarvinnu á netinu sem skilaði miklum árangri strax. Ég er svo sem ekki með töluna á kynlífssklúbbunum sem eru starfræktir á Gran Canary en þeir eru margir og margt annað hægt að gera til að prakkarast eins og nektarstrendur og Swing resort hotel.

Club Mystique

Við fórum fyrsta kvöldið okkar og skoðuðum marga staði. Við vorum snemma í því eða í kringum 10 leytið um kvöld þannig að dyraverðirnir voru svo almennilegir að gefa okkur sýningar hring um staðina flestir. Held að við skoðuðum allavega fimm staði fyrsta kvöldið. Þetta kvöld var bara í þágu vísindanna og fórum við snemma heim eftir gott kvöld.

Kvöldið eftir var svo förinni heitið á stað sem heitir Moonlight Dream og er staddur í lítilli verslunarmiðstöð, við hliðina á honum er annar klúbbur sem heitir Eden.

Við sátum ein og drukkum á barnum í dágóðan tíma þangað til að par á okkar aldri frá Rússlandi gaf sig á tal við okkur. Það kom í ljós eftir stutt samtal að þau höfðu aldrei prufað að vera með öðru pari eins og við þannig að okkur þótti kjörið að slá okkur saman. Ég ætla kannski ekki að fara í mikil smáatriði en þegar við sátum öll saman eins og vandræðalegir unglingar á rúminu fer seint úr huga mér. Það var eiginlega svolítið krúttlegt. Kynlífið sjálft fer seint í sögubækurnar en það fór samt bara nokkuð vel þótt að eftir á hafi þurft að ræða eitt og annað og afbrýðisemi gerði vart við sig. Það er nefnilega eðlilegt í byrjun að það geti komið upp alls konar tilfinningar, þess vegna er þessi lífstíll bara alls ekki fyrir alla. Við hjónin höfum alltaf getað talað saman um hvað sem kemur uppá og erum í traustu og góðu hjónabandi.

Næsta skipti fórum við í Cita verslunarmiðstöðina. Það er hægt að segja að það sé paradís fyrir swingera. Verslunarmiðstöðin er nokkuð stór og í fyrsta ber ekki mikið á því sem er í boði þar, en í kjallaranum er allt morandi í kynlífsklúbbum, strip klúbbar og kvikmyndahús sem sýnir klám og það má gera hvað sem er þar inni.

Við fórum samt fyrst upp á efstu hæðina á bar sem að heitir Black Bulldog Bar og er staðurinn til að hittast á fyrir swingera fyrir kvöldið(Swingers meeting point) . Það er yfirleitt mikið af fólki þar og tónlistin lífleg og starfsfólkið skemmtilegt. Förinni okkar var svo heitið á klúbb sem heitir Secret sem er stærsti og flottasti staðurinn á Gran Canary.

Staðurinn Secret og heiti potturinn. Mynd/TripAdvisor

Secret er eins og stór skemmtistaður fyrst þegar labbað er inn, með stórum bar í miðjunni og dansgólfi. Svo út frá þessu hlutlausa svæði eru 2 álmur, önnur fyrir pör og hin fyrir staka.

Það er bannað fyrir staka að fara á para svæðið en pörin mega fara á hina álmuna. Það eru svo allskonar herbergi og ýmislegt spennandi að gerast í þessum álmum. Það er svona viss léttir fyrir pörin að geta verið í friði því að sumir stöku karlmennirnir geta verið ansi ágengir.

Við hjónin höfðum ekki verið lengi í paraálmunni þegar par frá Bretlandi kom og talaði við okkur í heita pottinum sem rúmar örugglega 20 manns auðveldlega. Það er óhætt að segja að okkur kom mjög vel saman með þessu pari og við áttum kvöldstund með þeim sem var líkast alsælu. Allavega var allt í einu tónlistin stöðvuð og ljósin kveikt og við áttuðum okkur á að klukkan var fimm um morguninn og að tíminn gjörsamlega hafi flogið hjá.

Þessi reynsla okkar hefur orðið til þess að við höfum nú blómstrað í þessum lífsstíl og ferðirnar okkar til Gran Canary hafa orðið fleiri.

Í fullkomnum heimi myndum við búa hérna!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn