Ferðaáhrifavaldurinn Raimee Iacofano hefur heimsótt Ísland þrisvar sinnum og lært ýmislegt í hverri ferð. Hún tók saman fimm hluti sem hún hefði viljað vita fyrir fyrsta ferðalagið í myndbandi, sem hefur fengið yfir 760 þúsund áhorf, á samfélagsmiðlum.
Raimee er með um 250 þúsund fylgjendur á TikTok og yfir 107 þúsund fylgjendur á Instagram.
„Ég elska Ísland, það er eitt uppáhalds landið mitt. Ég hef komið á þremur mismunandi árstímum, að vori, sumri og hausti til, og hér er það sem ég hefði viljað vita fyrir fyrstu heimsóknina.“
„Þetta gæti verið frekar umdeilt en ég myndi sleppa Gullhringnum. Það er margt að sjá þar en restin af landinu er svo miklu betri,“ segir hún og bætir við að fjöldi túrista sé einnig ókostur.
Hún leggur frekar til að heimsækja Vesturlandið eða suðurströndina.
„Ég vildi óska þess að ég hefði eytt meiri tíma í Reykjavík, mæli með að eyða allavega einu eða tveimur kvöldum þar.“
„Ég hafði ekki hugmynd um hversu öruggt land Ísland er og þegar ég kom þangað fyrst hafði ég ekki hugmynd um hversu auðvelt og öruggt það er að húkka sér far. Í annarri heimsókn minni húkkaði ég far út á landi, kynntist ótrúlegu fólki og sá hluti sem ég hefði ekki annars séð.“
„Ég mæli með því að leigja bíl á Íslandi frekar en að taka strætó/rútu.“
„Bláa lónið er þess virði en ekki gleyma hinum náttúrulaugunum sem eru ódýrari eða kosta ekki neitt.“
Horfðu á myndbandið hér að neðan.
@raimeetravels Replying to @amandasiebers #greenscreen my top 3 fave place on this earth! #iceland #icelandtravel #icelandtips #icelandroadtrip #icelandtravelguide #icelanditinerary ♬ original sound – Raimee | Travel Tips ✈️