fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Þórunn Antonía aftur í leit að íbúð – Einbýlishúsið í Hveragerði enn til sölu en óskar nú eftir tilboði

Fókus
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 09:40

Mynd/Instagram/Fasteignaljósmyndun.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrautaganga söngkonunnar Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur er því miður ekki á enda eins og virtist vera um tíma.

Í lok ágúst fékk hún loksins íbúð eftir að hafa glímt við mikinn húsnæðisvanda í ár.

Mynd sem Þórunn Antonía birti í ágúst. Skjáskot/Instagram

Upphafið á erfiðleikunum má rekja til myglu sem fannst í fyrri leiguíbúð þeirra og orsakaði mikil veikindi hjá fjölskyldunni.

Söngkonan er nú aftur í leit að húsnæði.

„Íbúð óskast. Ég þurfti því miður að flytja í gær vegna ófyrirsjáanlegra rakaskemmda þar sem við fluttum. Heilnæmt húsnæði óskast. Heilsa, gleði og bati er nr 1. Og ferðalagið heldur áfram. Þakklæti til ykkar sem vitið um eitthvað,“ skrifaði hún á Instagram.

Selur í Hveragerði

Þórunn Antonía á einbýlishús í Hveragerði. Um er að ræða fimm herbergja einbýlishús með sórum garði, timburverönd til suðurs og innréttaðri íbúð í bílskúr.

Í fasteignaauglýsingu eignarinnar kemur fram að húsið sé með „einstaka orku“ og sé á vinsælum stað í grónu hverfi rétt við hamarinn. Eignin er 191,1 fermetrar að stærð., þar af er bílskúrinn 50 fermetrar.

Eignin var sett á sölu í apríl og var þá ásett verð 84,9 milljónir. Nú er ekkert ásett verð heldur óskar Þórunn eftir tilboði.

Sjá einnig: Þórunn Antonía selur í Hveragerði

Myndir/Fasteignaljósmyndun.is
Myndir/Fasteignaljósmyndun.is
Myndir/Fasteignaljósmyndun.is
Myndir/Fasteignaljósmyndun.is
Myndir/Fasteignaljósmyndun.is
Myndir/Fasteignaljósmyndun.is

Hægt er að lesa nánar um eignina og sjá fleiri myndir á fasteignavef DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“