Í kvöld klukkan átta fer fram Bókakonfekt Forlagsins í Hannesarholti, Grundarstígi 10. Þar troða höfundar Forlagsins upp og kynna bækur sínar fyrir gestum, spjalla um þær og lesa upp úr þeim. Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft.
Bryddað verður upp á þeirri nýjung í ár að streyma beint frá Bókakonfektinu og er hægt að horfa á útsendinguna hér fyrir neðan.
Eftirfarandi höfundar munu lesa upp í kvöld:
Lilja Sigurðardóttir – Dauðadjúp Sprunga
Einar Kárason – Heimsmeistari
Gunnar Theodór – Stjörnuljós
Alexander Dan – Seiðstormur
Hildur Knúts – Hrím
Nanna Rögnvaldar – Valskan
Margrét Tryggva – Stolt og Íslensk myndlist
Brynhildur Þórarins – Smáralindar-móri
Þórdís Helgadóttir – Armeló
Léttar veitingar í boði fyrir þá sem mæta og bækur höfunda verða seldar á staðnum.