fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

22 barna móðir sætir gagnrýni netverja fyrir tíð ferðalög – 18 ferðalög á 20 mánuðum

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 5. nóvember 2023 11:00

Hjónin Sue og Noel Radford

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Sue og Noel Radford giftu sig í september árið 1992. Hjónin sem búsett eru í Morecambe í Lancashire í Bretlandi, hafa síðan séð um að auka við mannkynið en þau eiga 22 börn á aldrinum tveggja til 33 ára. Næsta kynslóð, ömmubörnin, eru svo orðin 14 talsins. 

Sue varð nokkuð þekkt í Bretlandi fyrir að koma fram í raunveruleikasjónvarpsþættinum 22 Kids & Counting. Þannig eignaðist hún fylgjendur á samfélagsmiðlum þar sem hún deilir fréttum af daglegu lífi stóru fjölskyldunnar. 

Hjónin og barnahópurinn: Chris, 33, Sophie, 29, Chloe, 27, Jack, 25, Daniel, 24, Luke, 22, Millie, 22, Katie, 20, James, 19, Ellie, 17, Aimee, 16, Josh, 15, Max, 14, Tillie, 12, Oscar, 11, Casper, 10, Hallie, sjö, Phoebe, sex, Archie, fimm, Bonnie, fjögurra, og Heidie, tveggja.
Hjónin misstu sautjánda barnið sitt, soninn Alfie, í júlí árið 2014.

Nýlega sýndi Sue frá fríi hennar og eiginmannsins til Dubai sem var afmælisferð. Í myndböndu sem Sue deilir frá ferðinni má sjá að þau fóru meðal annars í úlfaldaferð, keyrðu um eyðimerkursandanna og heimsóttu Burj Khalifa, hæsta turn heims. 

Flestum þætti sem hér væri bara um að ræða skemmtilegt frí sem samfélagsmiðlannotandi deilir með vinum sínum og fylgjendum, en myndböndin og fríið er bara það nýjasta í langri röð fría sem Sue sætir gagnrýni netverja fyrir. 

Í síðasta mánuði nutu þau „dásamlegrar helgar“ í húsbílnum sínum aðeins nokkrum vikum eftir glæsilega ferð til Flórída. Ferðin til Flórída var átjánda ferðalagið þeirra á 20 mánuðum. Áætlar Sue að þau hafi eytt 60 þúsund pundum eða sem samsvarar rúmum 10 milljónum króna í þriggja fríi í Florída.

Í myndbandi sem Sue deildi á samfélagsmiðla sagði hún að dagskráin hefði verið full hjá fjölskyldunni eftir að þau komu heim frá Flórísa, því var nauðsynlegt að skella sér í helgarfrí á húsbílnum. Í myndbandinu kom einnig fram að fjölskyldan væri þegar byrjuð að skipuleggja næstu ferð á húsbílnum sem fara átti fyrir miðjan október. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum