fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Kántrý-drottninginn segir tíma kominn til að slaufa slaufunarmenningu

Fókus
Föstudaginn 3. nóvember 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dolly Porton getur skuldlaust kallað sig drottningu kántrý-tónlistar, enda lifað og hrærst í þeim heimi í rúmlega hálfa öld. Geri aðrir betur. Hún er með bein í nefinu og veigrar sér ekki við að segja hvað henni finnst.

Hollywood Reporter tók viðtal við Dolly á dögunum og spurði hana út í slaufunarmenningu. Þar sagði Dolly að menning þar sem fólki er bannað að gera mistök og bannað að vera fyrirgefið, sé henni ekki að skapi. Réttast væri að slaufa henni.

„Mér finnst hún hryllileg. Við gerum öll mistök. Við erum ekki öll staðin að því. En þegar einhver gerir mistök, þá skiptir máli hver það er. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við höfum guð. Það vill svo til að ég trúi á guð; ég er trúuð manneskja, og þess vegna horfi ég þessum augum á lífið. Margir gera það ekki, en engu að síður eiga allir skilið að fá annan séns. Þú átt skilið að teljast saklaus þar til sekt þín er sönnuð. Jafnvel þó sekt sé sönnuð, þá get ég fyrirgefið þér svo lengi sem guð getur það. Ef guð getur fyrirgefið, þá ættum við öll að fyrirgefa hvoru öðru.“

Þekkt fyrir að segja nei

Kántrý-drottningin er þekkt fyrir að vera ákveðin. Hún veigraði sér ekki við að segja nei við sjálfan konung rokk og rólls á sínum tíma, Elvis Presley, þegar hann vildi fá að taka upp lag hennar, I Will Always Love You, sem Whitney Houston gerði síðar að ódauðlegri klassík. Lengi vel hafnaði hún því líka að vera heiðruð í frægðargangi rokksins, Rock and Roll Hall of Fame og hefur ítrekað neitað að koma fram í hálfleik ofurskálarinnar, Superbowl. Dolly veit hvað hún syngur og veit hvað hún vill.

Hún er 77 ára gömul og gefur nú út fyrstu plötu sína þar sem hún spilar bara rokk. Hún fékk til liðs við sig einvalalið stórstirna úr rokkinu. Þar á meðal Bítilinn Paul McCartney, glimmerkónginn Elton John, bóhemgyðjuna Stevie Nicks, hinn afslappaða Sting, hinn vanstilltari Kid Rock, loftsmiðinn Steven Tyler og svona mætti áfram telja. Hún leitaði líka til tónlistarfólks sem hefur verið áberandi í senunni undanfarin ár, svo sem Miley Cyrus, Lizzo og Pink.

Sagði loks já – en bara ef hún gæfi út rokkplötu

Hún samþykkti loksins á seinasta ári að vera tekinn inn í frægðargang rokksins, og bara því þessi plata var í burðarliðunum. Hún gæti nefnilega ekki samþykkt að nafn hennar tengist frægðargangi rokksins á meðan hún væri fyrst og fremst kántrý-stjarna. Sérstaklega í ljósi þess hversu margir öflugir rokkarar fengu aldrei að njóta þessa heiðurs. Nefnir Dolly þá helst Meat Loaf.

„Ég vildi ekki taka þetta tækifæri frá einhverjum sem hefur helgað líf sitt þessum heim, líkt og ég helgaði mitt líf kántrý.“ segir hún í viðtali við Hollywood Reporter á þessum tímamótum. Í kjölfarið var útskýrt fyrir henni hvað það er sem einkennir tónlistarmenn sem hljóta þennan heiður. Þar megi í dag finna ýmsa sem ekki teljast rokkarar inn að beini. Rapparar á borð við Jay-Z og popppstjörnur á borð við Janet Jackson og George Michael. Það sem skiptir höfuðmáli er að viðkomandi sé eiginlegur áhrifavaldur í heiminum og að framlag þeirra til tónlistarsögunnar sé mikið. Svo Dolly lét undan, en setti sér þó það skilyrði að hún yrði að gefa út minnst eina rokkplötu.

Á plötunni tekur Dolly fyrir með sínum hætti marga þekkta slagara úr rokksögunni. Lög á borð við Heartbreaker með Pat Benatar, Free Bird með Lynyrd Skynyrd, We are the Champions með Queen, Let It Be með Bítlunum og svona mætti áfram telja. Ljóst er að þarna verða heilu kynslóðirnar sem og ólíkar tónlistastefnur fléttaðar saman svo það er veisla framundan fyrir alla aldurshópa þar sem fólk með ólíkan smekk getur komið saman og hlustað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum