fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Hrekkjavökubúningar Kardashian/Jenner veldisins í ár

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 31. október 2023 09:34

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrekkjavakan er gengin í garð og eins og venjulega lætur ein frægasta fjölskylda heims ekki segja sér það tvisvar. Kardashian/Jenner-systurnar hafa alltaf tekið þátt með þvílíkum glæsibrag og fara yfirleitt alla leið með búningana, enda með færustu förðunarfræðinga, hárgreiðslumeistara og búningahönnuði á sínum snærum.

Við tókum saman búninga systranna í ár, fyrir utan Khloé Kardashian þar sem hún er eina systirin sem hefur ekki birt mynd á samfélagsmiðlum.

Kim Kardashian

Kim Kardashian og dóttir hennar, North West, voru Cher og Dionne úr vinsælu kvikmyndinni Clueless sem kom út árið 1995.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian)

Kourtney Kardashian

Kourtney Kardashian og eiginmaður hennar, Travis Barker, voru Beetlejuice og Lydia úr kvikmyndinni Beetlejuice frá árinu 1988.

Besti búningurinn var samt örugglega Kourtney klædd eins og systir sín, Kim Kardashian, á Met Gala árið 2013.

Kourtney Kardashian 2023.
Kim Kardashian 2013.

Kendall og Kylie Jenner

Kendall Jenner var Marilyn Monroe.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kendall (@kendalljenner)

Kendall nýtti hárkolluna í parabúning með Kylie Jenner. Þær voru Sugar and Spice, en Drew Barrymore og Debi Mazer fóru með hlutverk Sugar og Spice í Batman Forever árið 1995.

Mydn/Instagram
Mydn/Instagram
Batman Forever (1995)
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram