fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Tobba um endalok Granólabarsins og af hverju hann var seldur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 25. október 2023 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan og frumkvöðullinn Tobba Marinósdóttir seldi nýverið Granólabarinn sem hún rak um árabil með móður sinni, Guðbjörgu Birkis.

Það kom mörgum á óvart að mæðgurnar hafi ákveðið að selja staðinn og útskýrir Tobba ástæðuna í Fókus, spjallþætti DV.

Það var einfaldlega of mikið að gera fyrir of lítinn stað. „Við hefðum þurft stærra húsnæði og opna eiginlega annan stað en við sprengdum húsnæðið utan af okkur,“ segir hún. Granólabarinn var ekki aðeins að framleiða vörur fyrir staðinn sjálfan heldur einnig veislubakka fyrir fyrirtæki, kökur fyrir Te og kaffi og fleira. Það var það mikið að gera að Tobba „djúsaði“ yfir sig og endaði í skurðaðgerð og með spelkur.

Sjá einnig: Missti tilfinningu í fingrum og þurfti skurðaðgerð eftir of mikið álag

video
play-sharp-fill

„Mig langaði ekki að rekja einhverja keðju, það er fullt af fólki sem er gott í því en það var ekki hugmyndin mín. Mig langaði að geta boðið upp á sykurlausar, hollar og góðar veitingar. Ég sá þetta fyrir mér sem eitthvað aðeins krúttlegra. Ég og mamma með eins svuntur að dúllast,“ segir Tobba og bætir við að raunin hafi verið önnur.

Að lokum var komist að þeirri niðurstöðu að best væri að selja staðinn. „En ég á vörumerkið áfram og leigi Lemon það. Þannig Lemon er núna að selja djúsa eftir mínum uppskriftum og er að fara að bæta við kókoskúlum, kaffisjeik og svona vinsælustu uppskriftunum. Þannig þetta er svona besta niðurstaðan fyrir mig, að hlutirnir verða framleiddir áfram og seldir en ég þarf ekki að vera á djúsvélinni.“

Hún útskýrir þetta nánar í spilaranum hér að ofan.

Hún ræðir nánar um granólaævintýrið, ADHD-greininguna og gönguna frá Frakklandi til Spánar í þættinum sem má horfa á í heild sinni hér. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Hide picture