Hún birtir sjaldan mynd af drengnum, sem er orðin níu mánaða gamall, á samfélagsmiðlum en deildi nokkrum í tilefni þess að Phoenix var í New York í fyrsta skipti.
Fjöldi manns hafa líkað við færsluna, rúmlega 1,5 milljónir, en því miður hafa ósvífin nettröll látið í sér heyra og gert grín að útliti unga drengsins.
Fullorðið fólk ritaði ljótar og andstyggilegar athugasemdir um höfuðlag hans.
Aðrir þóttust vita eitthvað um heilsufar hans og sögðu Paris að fara með drenginn til læknis.
Sem betur fer á stjarnan marga dygga aðdáendur sem komu mæðginunum til varnar og gagnrýndu þá sem höfðu eitthvað ljótt að segja um níu mánaða gamalt barn.
„Þetta er barn og ekki láta eins og heilsa hans skiptir ykkur einhverju máli þegar þið skrifið svona hluti á netinu,“ segir einn.
„Vá, hvað er mikið af andstyggilegu fólki hérna. Hvort sem drengurinn er með eitthvað heilkenni eða ekki, af hverju má móðir hans ekki birta bara birta mynd af honum eins og venjuleg móðir myndi gera?“
„Hvernig getið þið sagt svona um barn, saklaust lítið barn?“