fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Segir að Snoop Dogg hafi sent hann í „gettó“ á Íslandi til að kaupa eiturlyf

Fókus
Sunnudaginn 22. október 2023 10:29

Tenglanet Snoop Dogg er víðtækt

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppistandarinn og leikarinn Mike Epps var gestur spjallþáttarins Jimmy Kimmel Live í vikunni og þar fjallaði hann um nýlega Íslandsheimsókn sína. Hann sagðist hafa séð ýmislegt um landið á Discovery Channel og hugsað af hverju í ósköpunum fólk byggi þarna. „Svo skyndilega var ég þarna,“ sagði Epps undrandi sem varð til þess að þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel skellti upp úr.

Epps heimsótti Ísland ásamt eiginkonu sinni og þrátt fyrir að búast ekki við miklu þá segist hann hafa notið dvalarinnar í botn og mælti eindregið með því að fólk heimsæki landið.

En ánægja Epps með ferðina var ekki síst þökk sé rapparanum Snoop Dogg og tengslaneti hans. Í þættinum segir Epps að hann og eiginkonan hafi skyndilega viljað ólm komast yfir maríjúana til þess að reykja á meðan þau nutu Norðurljósanna hérlendis.

Honum hafi ekki dottið neitt annað í hug en að hringja í rapparann og spyrja hvort að hann þekkti einhvern sem gæti græjað slíkt hér upp við heimskautabauginn.

„Hann sagði – þú veist það,vinur. Hann var með mann á Íslandi. Hann sendi mér heimilisfangið og það var í „gettói“. Þau eru með gettó þarna,“ sagði Epps í þættinum.

Hann sagði að smávaxinn og kubbslegur hvítur náungi hafi tekið á móti honum og að sá hafi litið út eins og Bam Bam í Flintstones-sjónvarpsþáttunum. „Hann var með tagl og það vantaði í hann nokkrar tennur og hann átti bolabít. Hann spurði mig svo hvort Snoop hefði sent mig,“ sagði Epps sem kvaðst hafa játað því og þar með gekkt allt eftir.

Um það bil svona leit fíkniefnasalinn út á Íslandi

Hér má hlýða á viðtalið við Epps

Svo vildi til aað degi síðar var Snoop Dogg gestur Kimmel og þar var sagan borin undir hann og staðfesti rapparinn hana. Sagðist hann vera með tengsl í nánast öllum löndum heims, fyrir utan Norður-Kóreu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram