fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Ingvar E. á forsýningu nýjustu stórmyndar Scorsese

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 19. október 2023 18:30

Ingvar E. Sigurðsson og Edda Arnljótsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi fór fram sérstök forsýning á myndinni Killers of the Flower Moon í einum alglæsilegasta lúxussal landsins Ásberg í Sambíóunum Kringlunni. Hinn goðsagnakenndi Martin Scorsese leikstýrir myndinni og hefur hann fengið í lið með sér tvær af skærustu stjörnum Hollywood til að fara með aðalhlutverkin, Leonardo DiCaprio og Robert De Niro.

Eftirvæntingin var áþreifanleg meðan beðið var eftir að hliðin að Ásberg opnuðu en meðal frumsýningargesta voru mörg þekkt andlit úr íslensku menningar- og atvinnulífi sem öll áttu það sameiginlegt að vera gífurlega spennt fyrir þessari stórmynd sem gagnrýnendur keppast við að kalla „Meistaraverk“.

Meðal þeirra sem létu sig ekki vanta á frumsýninguna voru leikarahjónin Ingvar E. Sigurðsson og Edda Arnljótsdóttir, Ragnar Bragason leikstjóri, bræðurnir Bjössi og Siggi í World Class, DJ Danni Deluxe, parið Ásgeir Kolbeins athafnamaður og Hera Gísladóttir áhrifavaldur, Bíó-kóngurinn Árni Samúelsson ásamt fleira góðu fólki.

Mummi Lú myndaði stemninguna.

Ingvar E. Sigurðsson og Edda Arnljótsdóttir Mynd: Mummi Lú
Dj Danni Deluxe Mynd: Mummi Lú
Ásgeir Kolbeinsson og DJ Danni Deluxe Mynd: Mummi Lú
Hera Gísla og Ásgeir Kolbeinsson Mynd: Mummi Lú
Magnea Snorradóttir, Alfreð Ásberg framkvæmdastjóri Sambíóanna, Jón Trausti Snorrason, Anna Soffía Sigurðardóttir fyrrum fegurðardrottning Mynd: Mummi Lú
Bjössi og Siggi í World Class Mynd: Mummi Lú
Siggi, Bjössi og Ásgeir Mynd: Mummi Lú
Ragnar Bragason og Helga Rós Mynd: Mummi Lú
Guðný Ásberg Björnsdóttir, Elísabet Ásberg Árnadóttir og Árni Samúelsson Bíó-kóngur Mynd: Mummi Lú

Killers of the Flower Moon er sannsöguleg kvikmynd sem segir frá skuggalegu samsæri sem átti sér stað í Oklahoma-fylki í upphafi tuttugustu aldarinnar þegar Osage fólkið var myrt eftir að olía fannst á landi þeirra.

Eftir frumsýninguna í Ásberg í gærkvöldi voru bíógestir allir á einu máli um að hér væri á ferðinni stórkostlegt meistarastykki og að Killers of the Flower Moon komi til með að raða til sín Óskarstilnefningum.

Ingvar gengur inn í Ásberg

Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú

Killers of the Flower Moon kemur í bíó 20. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“