Myndband af hinum 26 ára gamla Matt Bannon að keppa í sundi við bróður sinn í kynjaveislu hjá systur þeirra fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla. Bannon var í bleikum stuttbuxum, það er í liðinu sem giskaði á að von væri á stelpu, meðan bróðir hans var klæddur í bláar og giskaði á að von væri á strák. Svo fór að Bannon tapaði. Hundruðir kvenna skrifuðu athugasemdir við myndbandið og dásömuðu Bannon og útlit hans, þar á meðal ólympíuíþróttakona.
Taylor Bier, 25 ára, búsett í Omaha, Nebraska, var ein þeirra sem leist vel á Bannon á myndbandinu. „25 ára, einhleyp, sé að það er ólympíuíþróttakona að kommenta, ég get ekki keppt við hana,“ skrifaði Bier.
@lindsaybwalley When you’re brothers want to be involved in your gender reveal 🤣💙 #genderreveal #genderrevealparty #baby #babyboy ♬ We like to Party! (The Vengabus) – More Airplay – Vengaboys
Athugasemdin sló þó í gegn hjá Bannon sem svaraði og sendi skilaboð til Bier og byrjuðu þau í kjölfarið að tala saman daglega í skilaboðum. Bier bað Bannon loksins um að spjalla á FaceTime til að fá á hreint að hún væri að spjalla við alvöru mann. Var hún á ferðinni og lagði á bílastæði fyrir það sem hún hélt að yrði 10 mínútna spjall. „Ég sat í bílnum mínum á stæðinu við Target í tvær klukkustundir. Hann var mun myndarlegri en ég hélt hann væri„.
Eftir tvær vikur af daðri tilkynnti Bannon að hann væri búinn að kaupa flugmiða fjórum vikum seinna til að heimsækja Bier. Flaug hann síðan rúma 1000 kílómetra á fyrsta stefnumótið þeirra og hittumst þau í fyrsta sinn á flugvellinum. „Að hittast í eigin persónu var svo miklu betra en ég hafði nokkurn tíma búist við. Það er klikkað hvernig hlutirnir ganga upp,“ segir Bier. „Guði sé lof fyrir TikTok ekki satt?“ segir Bannon.
Bannon og Bier smullu saman enn betur eftir að hafa hist í eigin persónu og ákvaðu að verða kærustupar. Bier kynnti hann fyrir fjölskyldu sinni og hafa þau hist mánaðarlega síðan, í alls þrjú skipti. „Hún er sætasta og yndislegasta manneskja sem til er,“ segir Bannon.
„Við tökum hlutina einn mánuð í einu, við vitum bæði að okkur líkar mjög vel við hvort annað og að við höfum ekki áhuga á að hitta neinn annan,“ segir Bier. „Matt grínast með að þessu piparsveinatímabili á TikTok sé lokið. Okkur líður ekki eins og við höfum aðeins hist þrisvar í eigin persónu. Við erum meira í burtu frá hvort öðru en við erum saman, en við lítum svo á að þessir 3-4 dagar sem við erum saman séu meira virði, en að vera ekki að hitta hvort annað.“
Þau hafa þegar skipulagt að heimsækja hvort annað eina helgi í hverjum mánuði það sem eftir er af þessu ári.