fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Britney útskýrir loksins hvers vegna hún snoðaði sig og lét öllum illum látum – „Ekki fleiri lygar“

Fókus
Þriðjudaginn 17. október 2023 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er enginn maður með mönnum í Hollywood í dag nema hafa gefið út ævisögu. Söngkonan Britney Spears ætlar ekki að missa af þessari tískubylgju og von er á bók hennar, The Woman in Me, á næstunni. Kafli úr bókinni var sendur í kynningarskyni á miðilinn People, en í kaflanum fjallar Britney um örlagaríkt ár í lífi sínu, en árið 2007 snoðaði hún sig, lét öllum illum látum og fór svo að hún var svipt sjálfræðinu sem hún endurheimti ekki fyrr en 13 árum síðar.

Á þessum tíma átti Britney erfitt. Hún var að ganga í gegnum erfiðan skilnað og ágangur frá papparassa ljósmyndurum var óbærilegur. Slúðurmiðlarnir sýndu enga vægð og vildu fátt meira en að varpa fram þeirri mynd að söngkonan væri geðveik.

„Augu allra höfðu verið á mér alveg síðan ég var barn. Fólk horfði á mig frá hvirfli til táa og fólk veigraði sér ekki við að segja mér nákvæmlega hvað þeim fannst um líkama minn, alveg síðan ég var bara unglingur. Að snoða mig og láta öllum illum látum var mín leið til að svara fyrir þetta.“

Þessi hegðun varð þó til þess að hún var svipt sjálfræðinu árið 2008 og eftir það voru það faðir hennar og lögmaður sem stjórnuðu fjárhagi hennar og einkalífi. Henni var því fljótt meinað að halda áfram að snoða á sér hausinn.

„Eftir að ég var komin með lögráðamenn var mér fljótt komið í skilning um að þessir dagar væru mér að baki. Ég þurfti að safna hári og koma mér í form. Ég þurfti að fara snemma að sofa og taka öll þau lyf sem þeir sögðu mér að taka.“

Hefði ekki verið gert við karlmann

Lögráðamennirnir vildu þó ekki að Britney hætti að vinna og á þessum 13 árum gaf hún út fjórar vinsælar plötur og var ráðin sem reglulegur flytjandi í Las Vegas. Hún var þó gífurlega óhamingjusöm.

„Ég gerði eitthvað skapandi hér og þar, en ég hafði ekki ástríðu fyrir því lengur. Hvað ástríðuna fyrir söng og dansi varðar þá varð hún nánast að brandara á þessum tíma. Þrettán ár liðu þar sem mér fannst ég vera skugginn af sjálfri mér. Ég hugsa til baka núna um hvernig faðir minn og félagar hans stjórnuðu líkama mínum og peningum mínum í þetta langan tíma og mér verður óglatt. Ég hugsa um það hversu margir karlkyns flytjendur töpuðu öllum sínum peningum í gegnum fjárhættuspil; hvernig margir glímdu við fíkn eða andleg veikindi. Enginn reyndi að taka þeirra sjálfsákvörðunarrétt yfir líkama og peningum í burtu. Ég átti það ekki skilið hvernig fjölskyldan mín kom fram við mig.“

Í samtali við People segir Britney að hún hafi stærsta hluta ferils síns þurft að sitja í aftursætinu í sínu eigin lífi. Það voru aðrir sem voru að skrifa og segja hennar sögu. Nú þegar hún er frjáls má hún segja sína sögu sjálf án afleiðinga frá fólkinu sem stjórnaði henni.

„Það er kominn tími til að mín rödd fái að heyrast, aðdáendur mínir eiga skilið að heyra söguna beint frá mér. Engar fleiri samsæriskenningar, ekki fleiri lygar. Bara ég að gera upp fortíðina, nútíðina og framtíðina.“

Bókin kemur út þann 24. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“