fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Þetta er allt það sem leiddi til skilnaðar Kim og Kanye – „Guð, ef fólk bara vissi….“

Fókus
Mánudaginn 16. október 2023 22:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sótti um skilnað frá rapparanum Kanye West árið 2021, eftir sex ára hjónaband. Gengið var frá lögskilnaði í nóvember á síðasta ári.

Popsugar rekur nú hvað leiddi til þess að Kim fékk nóg í myndskeiði, sem tekið var upp fyrir raunveruleikaþættina Keeping Up With the Kardashians árið 2021, má heyra Kim gráta og segja við systur sínar:

„Ég í fullri alvöru get þetta ekki lengur. Hvers vegna er ég enn í þessum aðstæðum, á stað þar sem ég er bara föst árum saman. Hann fer bara og flytur í nýtt ríki á hverju ári, ég þarf að bíta á jaxlinn til að ala upp börnin. Hann er frábær pabbi og hefur staðið sig vel.“

Kim sagði að Kanye ætti þó skilið konu sem gætti stutt hann í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Einhver sem væri til í að rífa sig upp með rótum og vera stöðugt að flytja milli staða.

„Ég bara get það ekki. Mér finnst eins og ég sé misheppnuð því þetta er fjandans þriðja hjónabandið mitt,“ sagði Kim sem hefur áður verið gift lagahöfundinum Damon Thomas og körfuboltamanninum Kris Humphries.

„Mér finnst ég algjör auli. En ég get ekki einu sinni hugsað um þetta, ég vil bara vera hamingjusöm.“

Í öðrum þætti greindi hún frá því að hún væri ekki hamingjusöm í hjónabandi sínu.

„Eftir að ég varð fertug á þessu ári áttaði ég mig á því að nei ég vil ekki eiginmann sem býr á allt öðrum stað en ég. Ég hugsaði með mér, vá en það er einmitt ástæðan fyrir því að okkur semur betur en nokkru sinni fyrr, en mér finnst það sorglegt því það er ekki það sem ég vil. Ég vil einhvern sem horfir á sömu sjónvarpsþætti og ég, einhvern sem vill fara í ræktina með mér. Það eru þessir litir hlutir sem ég hef ekki í þessu hjónabandi. Ég mun verða hamingjusöm. Ég hef ekki náð þetta langt bara til að verða óhamingjusöm..“

Aftur opnaði hún sig í mars á síðasta ári í viðtali við Vogue: „Í lengri tíma gerði ég bara það sem færði öðrum hamingju og ég held að seinustu tvö árin hafi ég ákveðið að nú væri komið að mér að vera hamingjusöm. Og það er góð tilfinning. Jafnvel þó það þýðir breytingar og skilnað, þá finnst mér mikilvægt að vera hreinskilin við sjálfa mig um hvað gerir mig hamingjusama. Ég hef valið sjálfa mig. Það er í lagi að velja sjálfan sig. Fimmtugsaldurinn snýst um að vera í mínu teymi. Ég ætla að borða holla og góða fæðu. Ég ætla að stunda líkamsrækt. Ég ætla að hafa meira gaman, eyða meiri tíma með börnunum og fólkinu sem gerir mig glaða. Ég ætla að leggja frá mér símann. Hætta að fylgja fólki sem ég vil ekki fylgjast með á Instagram.“

Í sumar opnaði hún sig enn aftur í Kardashian raunveruleikaþáttunum þegar talið barst að Kanye og herferð hans gegn Kim og fjölskyldu hennar.

„Ég vil ekki vera hluti af þessari sögu og hvenær losna ég við þetta? Aldrei, ég er föst í þessu út lífið. […] Mér finnst enn eins og ég geti ekki rætt þetta til að vernda börnin mín og mér mun alltaf líða þannig, en guð, ef fólk bara vissi. Ég myndi bara aldrei gera börnunum mínum það. Þetta er bara svo galið. […] Stundum finnst mér eins og ef hann næði algjörum botn, þá er það hans ferðalag sem hann þarf að takast á við sjálfur. Ég var einu sinni alltaf á hlaupum að hringja í fólk á bak við hann og segja þeim að allt yrði í lagi, engar áhyggjur, gefið honum annað tækifæri. Ég eyddi klukkustundum af deginum mínum sem ræstiþjónusta. Ég hef bara ekki orkuna í þetta. Það er erfitt að fylgjast með einhverjum sem þú elskaðir og átt fjölskyldu með breytast í einhvern sem þú þekkir ekki.“

Popsugar tók saman

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram