fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Drykkurinn sem er sagður gera fullnægingu kvenna miklu kröftugri

Fókus
Föstudaginn 13. október 2023 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur keppast nú um að lofsyngja vinsælan drykk sem er væntanlega til á flestum heimilum. Er fullyrt að drykkurinn sem um ræðir gerir fullnægingar kvenna miklu kröftugri.

Hér er átt við hinn sívinsæla drykk kaffi en fjölmargir TikTok-notendur hafa tjáð sig um þetta. Breskur skurðlæknir, Dr. Karan Rajan, hefur meira að segja hellt olíu og eldinn og sagt að vísindin staðfesti þetta.

Ástralski fréttamiðillinn News.com.au greinir frá og birtir til dæmis myndband frá TikTok-notandanum @Alexx sem segir að fullnægingin verði um 50% kröftugri. Julia Grandoni, sem er með 474 þúsund fylgjendur á miðlinum, segist hafa skellt í sig þremur skotum af kaffi áður en hún stundaði kynlíf. Kynlífið hafi verið hreint ólýsanlegt.

Karan Rajan, sem heldur einnig úti vinsælli TikTok-síðu, segir að rannsóknir bendi til þess að koffín geti haft jákvæð áhrif á kynlífið. Ýmislegt bendi til þess að fullnægingarnar hjá konum verði kröftugri.

Koffín víkki út æðarnar, sé þess neytt í miklu magni, og stuðli þannig að auknu og betra blóðflæði í vefi líkamans. Það eitt og sér geti svo stuðlað að kröftugri fullnægingu en ella.

Rajan segir að vísindin staðfesti þetta.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“