Hann segir frá þessu í hlaðvarpsþætti Snorra Björns. Vísir greindi fyrst frá.
„Ég var misnotaður þegar ég var fjórtán ára gamall og ég hitti gerandann þegar ég var 66 ára. Ég fékk hann til að mæta mér hjá þerapistanum mínum,“ segir Bubbi og bætir við að fyrir þennan fund hafði gerandinn neitað sök.
Á fundinum játaði gerandinn brot sín og bað Bubba afsökunar, en tónlistarmaðurinn segir að afsökunarbeiðnin hafi ekki skipt hann máli.
„En ég fyrirgaf honum, og um leið og ég gerði það þá fór ég heill út. Ég fór út í bíl að gráta,“ segir Bubbi.
„Ég var bara heill og líf mitt hefur breyst eftir það.“
Horfðu á þáttinn hér að neðan.