fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Sálin fagnar afmæli með veglegri vínylútgáfu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 11. október 2023 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns fagnar 35 ára afmæli í ár. Sveitin hélt fyrstu tónleika sína í Bíókjallaranum við Lækjargötu 10. mars 1988 og telst sá dagur stofndagur sveitarinnar. Sálin var gífurlega vinsæl og starfaði allt til 20. október 2018 þegar sveitin hélt þrenna lokatónleika í Eldborgarsal Hörpu. 

Aðdáendur hafa vonast eftir að sveitin héldi afmælistónleika á árinu,en ljóst er að svo verður ekki enda árið senn á enda. Í viðtali á RÚV 2o. október 2018 sagði Guðmundur Jónsson, gítarleikari sveitarinnar, aðspurður um möguleikann á endurkomu: 

„Ekki að svo stöddu, nei. Þetta er ekki gert í einhverju „bríeríi“, þetta er búið að meldast lengi. Þessi hljómsveit var stofnuð til þriggja mánaða en er búin að duga í 30 ár. Og við ákváðum bara að segja þetta gott. Og í staðinn fyrir að „feida“ út ætlum við að taka þetta með glans og fá sem flesta með okkur í endasprettinn.“

Aðdáendur geta þó tekið gleði sína því í tilefni af afmælis mun Alda Music gefa út á næstunni veglega útgáfu undir heitinu „Tíminn og við“. Um er að ræða þrjár hljómplötur sem geyma 32 sérvalin lög sveitarinnar, ýmist á svörtum eða lituðum vínyl. Upplagið er takmarkað, en áhugasamir geta keypt sér eintak hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“