fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Óþarfi að skíta út hinn aðilann þegar fólk hættir saman – „Það er ekkert að hjálpa mér í mínum bata“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 11. október 2023 20:00

Ásgrímur Geir Logason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Oft gerist það held ég, að þegar fólk ætlar að sýna einhvern stuðning, þá ferð það að skíta hinn aðeins út. Það er einhvern veginn óþarfi.“

Segir leikarinn og hlaðvarpsstjórnandinn Ásgrímur Geir Logason, betur þekktur sem Ási, um ferlið eftir skilnað.

video
play-sharp-fill

Ási var gestur í Fókus, spjallþætti DV, í síðustu viku. Hann á tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni og opnar sig um ferlið eftir skilnaðinn, að deila forræði og fleira í  þættinum.

Í spilaranum hér að ofan útskýrir hann hvað hann hefði viljað vita þegar hann var að ganga í gegnum skilnað og hvaða ráð hann vill gefa öðrum í sömu stöðu.

Ási segir að hafa einhvern til að hlusta á þig, einhvern sem er hlutlaus og situr bara og hlustar, hjálpar mikið. En það sem hjálpar ekki er þegar vinir reyna að sýna stuðning með því að tala illa um hinn aðilann.

„Líka bara, það er ekkert að hjálpa mér í mínum bata. Það skiptir engu máli,“ segir hann.

Horfðu á þáttinn með Ásgrími í heild sinni hér. Þú getur einnig hlustað á hann á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Fylgdu Ásgrími á Instagram og hlustaðu á Betri helminginn með Ása hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Hide picture