fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Hvað er löglegt en ætti að vera bannað? – Slæmar símavenjur og skiptar skoðanir á þeim sem leggja í tvö stæði

Fókus
Mánudaginn 9. október 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með lögum skal landið byggja, eða svo er sagt. Þingmenn hafa fullt í fangi við að setja og breyta lögum í takt við tækniþróun, breytta tíma og annað gildismat, en er verið að gera nóg? Svo telja ekki allir vera. Þremenningarnir Rikki G, Egill Ploder og Kristín Ruth í Brennslunni á FM957 veltu fyrir sér í morgun hvort það sé eitthvað sem er löglegt, en ætti hreinlega að banna.

Við umræðuna studdust þau við þráð á miðlinum Reddit þar sem fólk deildi skoðunum sínum. Þar kom til dæmis fram að það ætti að vera ólöglegt að tala í kvikmyndahúsi á meðan myndin er spiluð, að taka upp símann í kvikmyndahúsi og hafa birtustigið hátt, og svo taldi einn að það ætti að vera um 50 þúsund króna sekt fyrir það að leggja í tvö stæði.

Brennslan opnaði fyrir innhringingar þar sem hlustendur deildu því hvað þeim vilja banna.

Hlaupa í gallabuxum

„Að fara út að hlaupa í gallabuxum. Það ætti að vera ólögleg,“ sagði einn hlustandi og tók fram að þó hann hafi ekki séð slíkt gert þá sé möguleikinn alltaf fyrir hendi, og greinilega þótti honum það óhugnanlegt.

Einn þáttastjórnenda, Rikki G, tók dæmi úr nærumhverfi sínu á Sýn en þar hafi ónefndur kollegi stundað að tala í símann, með hátalarann á og engan handfrjálsan búnað. Þetta sé galin framkoma á fjölmennum vinnustöðum, og í raun frekar galin á minni vinnustöðum, enda í fyrsta lagi þurfa kollegarnir ekkert endilega að heyra hvað þér og viðmælenda fer á milli og þar að auki veldur þetta truflun.

Brennslan fékk skilaboð frá einum sem vildi banna hátterni sem gjarnan fer í taugarnar á fólki. „Þegar þú ert að versla bara í matinn og það standa einhverjir tveir að tala saman, og eru búnir að blokka allan ganginn með sitt hvorri innkaupakerrunni.“

Eins töldu þáttastjórnendur að það ætti að vera ólöglegt að keyra of hægt á vinstri akrein, enda sé sú akrein hugsuð fyrir framúrakstur.

Einn hlustandi hringdi inn og vildi harðari viðurlög við því að ófatlaðir leggi í bílastæði fyrir fatlaða. Það sé mikið gert af þessu þar sem fólk réttlæti brotið með því að vera aðeins að skreppa inn í verslun í nokkrar mínútur.

Leggja í tvö stæði á meðan aðrir hurða og stinga af

Annar hlustandi hringdi og var ósammála því að bannað ætti að fólki að leggja í tvö stæði. Slíkt sé ekki hægt fyrr en aðrir hætti að stunda það að reka hurðar í bíla og stinga svo af, og láta því bíleiganda sitja upp með skaðann. Fólk sé kannski búið að verja miklum fjármunum í að kaupa sér ból og þykir vænt um hann. Það leggi því í tvö stæði til að passa upp á dýrgripinn. Taldi hlustandi að fólk reki hurðar í nýja og dýra bíla og álykti að eigandi hljóti að vera nægilega efnaður til að viðgerðin komi ekki illa við fjárhaginn.

Enn annar hringdi og taldi að banna ætti allt áfengi. Þetta sé eitur sem sé að drepa fólk og rústa lífum, en sjálfur sagðist hlustandinn glíma við fíknisjúkdóm og finnst ógeðslegt að áfengi sé löglegt.

Seinasti innhringjandinn sagði sára þörf á reglum um notkun rafskúta. Þau komi á fleygiferð yfir gatnamót án þess að gæta að umferð og alltof oft megi sjá ungmenni eða börn mörg saman á einni skútu. Ljóst sé að þarna sé stórhætta á ferð.

Ólaunað starfsnám og óþolandi póstlistar

Fókus ákvað að forvitnast um fleiri dæmi á Reddit og tók saman nokkur til viðbótar:

„Að gera fólk að áskrifendum á póstlista án þess að láta staðfesta tölvupóstinn“

„Hvernig sumt fólk skilur við almenningssalerni ætti að vera ólöglegt. Í það minnsta ætti að sekta þann sem er að klína skít á veggina“

„Að byrja strax að rukka fyrir áskrift eftir að ókeypis kynningartíma er lokið“

„Að halda á símanum eins og þú sért að fara að stinga honum upp í þig og tala við einhvern í gegnum hátalarann“

„Að stjórnmálamenn geti logið án afleiðinga“

„Auglýsingar á vefsíðum sem byrja að spila hljóð án þess að þú hafir smellt á þær“

„Ólaunað starfsnám“

„Smálánafyrirtæki“

„Framhjáhald“

„Að bólusetja ekki börnin sín“

„Að nota ekki stefnuljós“

„Að rukka fólk fyrir að taka pening út úr hraðbanka.“

„Að sölufólki á vegum góðgerðasamtaka sé sigað á fólk í verslunarmiðstöðvum til að biðja um styrki“

„Að börn undir 18 ára greiði skatt. Þau mega ekki kjósa og eru þar af leiðandi skattlögð án þess að fá að taka þátt í að kjósa til þings“

„Að sundurgreina það sem felst í flugmiða. Ef ég þarf að kaupa sæti eftir að hafa borgað fyrir miða, hvað var ég þá nákvæmlega að borga fyrir. Þetta eru villandi auglýsingar sem eru notuð til að gefa ranga mynd af fargjöldum“

„Útvarpsauglýsingar með bílflautum og sírenum. Þetta skapar hættu á vegum úti. Ef einhver heldur að það sé verið að flauta á hann þá gæti hann neglt á bremsurnar eða bensíngjöfina án þess að það sé öruggt. Það ætti líka að banna útvarpsauglýsingar með vekjaraklukkuhljóði, grátandi börnum – svo fólk haldi geðheilsunni.“

„Kynjaveislur“

„Erfðaskattur“

„Fundir sem hefðu getað verið tölvupóstur“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?