fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð klikkaðan árangur

Fókus
Laugardaginn 7. október 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til að ná árangri í ræktinni þarf ekki endilega að djöflast á hlaupabrettinu í sprettum þar til maður verður kófsveittur. Æfing sem kallast 12/3/30 hefur notið mikilla vinsælda á TikTok og virðist árangurinn ekki heldur láta á sér standa.

„Frábær æfing,“ segir í einu myndbandi og í öðru segist einn hafa séð „klikkaðan“ árangur.

Ástralski miðilinn News.com.au fjallaði um æfinguna og ræddi við einkaþjálfara um gagnsemi hennar.

Það eina sem þarf til að gera æfinguna er hlaupabretti og hálftími. Æfingin fer þannig fram að brettið er sett í 12 gráðu halla og hraðinn stilltur á 3 mílur (eða 4,8 kílómetra á klukkustund). Síðan er einfaldlega gengið í 30 mínútur.

Ben Lucas, einkaþjálfari og eigandi Flow Athletic, segir að æfingin sé mjög góð og gagnleg fyrir fjölbreyttan hóp fólks.

Hann segir að þó æfingin virðist vera auðveld við fyrstu sýn sé hún býsna krefjandi. Hraðinn er ekki ýkja mikill en brattinn þeim mun meiri sem reynir töluvert á líkamann.

„Þarna ertu að vinna með rassvöðvana, vöðvana aftan í lærunum, kviðinn og auðvitað hjartað og æðakerfið. Þar eru margir þarna úti sem eiga erfitt með að hlaupa en í þessari æfingu er bara gengið og því er æfingin aðgengileg fyrir fólk,“ segir hann.

Hann segir að æfingin sé góð fyrir þá sem vilja léttast eða tóna líkama sinn betur. Ben bendir á að þó æfingin heiti 12/3/30 sé hægt að framkvæma hana á ýmsan hátt. Það gefi líka góðan árangur að stilla brettið í minni halla og jafnvel á minni hraða – allt eftir því sem hentar hverjum og einum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram