Kris og Caitlyn giftust árið 1993 og skildu árið 2015. Fyrir átti Kris; Kim, Kourtney, Khloé og Rob með fyrrverandi eiginmanni sínum Robert Kardashian. Caitlyn átti Burt, Cassöndru, Brandon og Brody og eignuðust þær saman Kendall og Kylie Jenner.
„Við Kris tölum ekki lengur saman,“ sagði Caitlyn, 73 ára, í þættinum This Morning í vikunni. „Það er sorglegt. Ef það eru einhver samskipti okkar á milli þá fara þau í gegnum umboðsmann minn, Sophiu Hutchin.“
„Þegar þú átt jafn mörg börn og ég, þá ertu nánari sumum þeirra en öðrum. Þannig er það hjá mér núna,“ sagði hún og var þá að meina að hún sé nánari eldri börnunum; Burt, Cassöndru, Brandon og Brody.
Hún sagðist þó hitta Kardashian-klanið og yngri Jenner börnin „af og til“ en að samband hennar og elstu barnanna sé sterkara.
„En við Kris, við tölum ekkert saman lengur. Það er frekar sorglegt því við fórum í gegnum mikið saman,“ sagði Caitlyn og viðurkenndi að það væri einfaldlega tími til að halda áfram með lífið.
Horfðu á brotið úr viðtalinu hér að neðan.
@thismorning Caitlyn Jenner speaks candidly about the Kardashian empire – including her relationship with Kris Jenner – ahead of her brand new documentary, House of Kardashian. #ThisMorning #CaitlynJenner #Kardashians ♬ original sound – This Morning