fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Segist ekki tala lengur við fyrrverandi eiginkonuna

Fókus
Föstudaginn 6. október 2023 09:17

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólympíufarinn og raunveruleikastjarnan Caitlyn Jenner greinir frá því að hún og fyrrverandi eiginkona hennar, Kris Jenner, tala ekki lengur saman.

Kris og Caitlyn giftust árið 1993 og skildu árið 2015. Fyrir átti Kris; Kim, Kourtney, Khloé og Rob með fyrrverandi eiginmanni sínum Robert Kardashian. Caitlyn átti Burt, Cassöndru, Brandon og Brody og eignuðust þær saman Kendall og Kylie Jenner.

„Við Kris tölum ekki lengur saman,“ sagði Caitlyn, 73 ára, í þættinum This Morning í vikunni. „Það er sorglegt. Ef það eru einhver samskipti okkar á milli þá fara þau í gegnum umboðsmann minn, Sophiu Hutchin.“

„Þegar þú átt jafn mörg börn og ég, þá ertu nánari sumum þeirra en öðrum. Þannig er það hjá mér núna,“ sagði hún og var þá að meina að hún sé nánari eldri börnunum; Burt, Cassöndru, Brandon og Brody.

Hún sagðist þó hitta Kardashian-klanið og yngri Jenner börnin „af og til“ en að samband hennar og elstu barnanna sé sterkara.

„En við Kris, við tölum ekkert saman lengur. Það er frekar sorglegt því við fórum í gegnum mikið saman,“ sagði Caitlyn og viðurkenndi að það væri einfaldlega tími til að halda áfram með lífið.

Horfðu á brotið úr viðtalinu hér að neðan.

@thismorning Caitlyn Jenner speaks candidly about the Kardashian empire – including her relationship with Kris Jenner – ahead of her brand new documentary, House of Kardashian. #ThisMorning #CaitlynJenner #Kardashians ♬ original sound – This Morning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“