Það er sýnt frá þessu í stiklu fyrir næsta þátt af The Kardashians.
Raunveruleikastjarnan var í svörtum latex buxum, sem voru aðeins of þröngar um afturendann. Rétt áður en hún steig á svið þá rifnuðu buxurnar.
Kim sagði að þetta væri frekar sársaukafullt en sem betur fer var hún með svartan jakka meðferðis og fór í hann áður en hún steig á svið.
„Ég var miður mín, sat á sviðinu og fann fyrir loftinu á rassinum,“ sagði hún um atvikið.
„Allur rassinn minn sást!“