fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Britney Spears segir að nú hafi aðdáendur hennar gengið of langt

Fókus
Föstudaginn 27. janúar 2023 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Britney Spears segir að aðdáendur hennar hafi gengið aðeins of langt er þeir höfðu samband við lögreglu og báða hana að taka stöðuna á söngkonunni.

Lögreglan var kölluð að heimili Britney eftir að símtöl bárust frá áhyggjufullum aðdáendum í kjölfar þess að Britney eyddi Instagram síðu sinni. Lögreglan staðfesti í kjölfarið við fjölmiðla að ekki væri tilefni til að óttast um Britney.

Britney sjálf hefur nú tjáð sig um málið, en hún birti yfirlýsingu á Twitter þar sem hún sagði að í þetta skiptið hafi aðdáendur gengið fulllangt og óskaði hún eftir því að friðhelgi einkalífs hennar yrði virt.

„Eins og allir vita var lögreglan kölluð að heimili mínu á grundvelli símahrekkja. Ég elska og dái aðdáendur mína en núna hefur þetta gengið aðeins of langt og friðhelgi mín var rofin. Lögreglan kom aldrei inn á heimili mitt og þegar þau komu að hliðinu mínu áttuðu þeir sig strax á því að það væri ekkert vandamál til staðar og fóru í kjölfarið.“

Britney segir að hún hafi þú upplifað þetta sem árás á friðhelgi einkalífs síns.

„Ég upplifði þetta sem gaslýsingu og einelti eftir að þetta atvik komst í fréttir og ég þar enn einu sinni máluð í ósanngjörnu ljósi af fjölmiðlum. Á þessum tíma í lífi mínu þá vona ég að almenningur og aðdáendur, sem mér er svo annt um, geti virt friðhelgi einkalífs míns í framtíðinni. Öll mín ást, B

Varðandi Instagram-síðu Britney má benda á að líklega hefur söngkonan gefist upp á áhyggjufullum aðdáendum á þeim miðli, en gífurlegur fjöldi aðdáenda hefur í athugasemdum undir færslur hennar á Instagram haldið því fram að Britney sé ekki frjáls til að tjá sig eða að hún glími við geðhvörf og þurfi hjálp. Alveg sama hvað færslan er um þá berast hundruð athugasemda þar sem Britney er beðin um að breyta hegðun sinni eða því haldið fram að einhver sé viljandi að birta færslurnar til að láta hana líta illa út. Líklega er því engin furða að Britney taki sér ítrekað pásu frá miðlinum.

Ekki er langt síðan Britney öðlaðist aftur frelsi sitt, eða sjálfræðið, í kjölfar þess að hafa verð sjálfræðissvipt árum saman eftir taugaáfall og andleg veikindi. Britney hefur sjálf útskýrt að nú sé hún frelsinu fegin og ætli sér að gera nákvæmlega það sem henni dettur til hugar án þess að þurfa að spyrja kóng né prest um hvað sé viðeigandi. Hefur hún því birt margar djarfar myndir af sér klæðalítilli eða klæðalausri og segir að þetta sé hennar leið til að njóta frelsis sem henni var neitað um svo lengi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Í gær

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“