fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Alec Baldwin kemur mynd með „kynferðislegum undirtón“ af eiginkonu sinni og syni þeirra til varnar

Fókus
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 09:01

Hilaria og Alec Baldwin. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin breytti texta við mynd sem hann birti af eiginkonu sinni, Hilariu Baldwin, og syni þeirra, Leo, eftir að aðdáendur sögðu textann vera tvíræðan með kynferðislegan undirtón.

Á myndinni er sex ára sonur þeirra að gefa móður sinni baknudd. Leikarinn skrifaði upphaflega: „Gamla góða „leyfðu mér að nudda á þér bakið“ bragðið.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Alec Baldwin (@alecbaldwininsta)

Fylgjendur hans á Instagram gagnrýndu orðaval hans og sögðu það vera með kynferðislegu ívafi.

„Þetta er frekar furðuleg athugasemd til að hafa með mynd af syni þínum og móður hans,“ skrifaði einn netverji.

„Þessi texti er ógeðslegur,“ sagði annar.

„Það er alltaf svo skrýtið þegar fólk kyngerir börn, en að gera það við eigið barn? Hræðilegt,“ sagði aðdáandi.

Breytti textanum út af „Reddit rusli“

Alec, 64 ára, bætti síðan við textann: „Kartöfluflögur næstar á dagskrá.“

Hann útskýrði af hverju hann breytti textanum. „Ég bætti við textann því þú veist, það er svo mikið af Reddit rusli þarna úti.“

Alec og Hilaria hafa verið gift síðan árið 2012 og eiga saman sjö börn.

Leikarinn hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi eftir að voðaskot reið af á tökustað kvikmyndarinnar Rust.

Sjá einnig: Alec Baldwin ákærður fyrir manndráp af gáleysi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Í gær

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm