fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Alec Baldwin kemur mynd með „kynferðislegum undirtón“ af eiginkonu sinni og syni þeirra til varnar

Fókus
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 09:01

Hilaria og Alec Baldwin. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin breytti texta við mynd sem hann birti af eiginkonu sinni, Hilariu Baldwin, og syni þeirra, Leo, eftir að aðdáendur sögðu textann vera tvíræðan með kynferðislegan undirtón.

Á myndinni er sex ára sonur þeirra að gefa móður sinni baknudd. Leikarinn skrifaði upphaflega: „Gamla góða „leyfðu mér að nudda á þér bakið“ bragðið.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Alec Baldwin (@alecbaldwininsta)

Fylgjendur hans á Instagram gagnrýndu orðaval hans og sögðu það vera með kynferðislegu ívafi.

„Þetta er frekar furðuleg athugasemd til að hafa með mynd af syni þínum og móður hans,“ skrifaði einn netverji.

„Þessi texti er ógeðslegur,“ sagði annar.

„Það er alltaf svo skrýtið þegar fólk kyngerir börn, en að gera það við eigið barn? Hræðilegt,“ sagði aðdáandi.

Breytti textanum út af „Reddit rusli“

Alec, 64 ára, bætti síðan við textann: „Kartöfluflögur næstar á dagskrá.“

Hann útskýrði af hverju hann breytti textanum. „Ég bætti við textann því þú veist, það er svo mikið af Reddit rusli þarna úti.“

Alec og Hilaria hafa verið gift síðan árið 2012 og eiga saman sjö börn.

Leikarinn hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi eftir að voðaskot reið af á tökustað kvikmyndarinnar Rust.

Sjá einnig: Alec Baldwin ákærður fyrir manndráp af gáleysi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát