fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fókus

Frosti Loga snýr aftur með Harmageddon

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 23. janúar 2023 10:34

Frosti Logason. Mynd/Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason tilkynnti á Instagram fyrir stuttu að hann hefur ákveðið að snúa aftur í sviðsljósið með vinsæla þáttinn Harmageddon.

Þátturinn mun þó ekki vera á X-inu 97.7 eins og áður heldur mun ný efnisveita sjá um útgáfuna.

„Að þessu sinni verður þátturinn fáanlegur á efnisveitunni brotkast.is. Brotkast er lítið fjölskyldufyrirtæki sem við eiginkona mín, Helga Gabríela höfum sett á fót og vonum við að það eigi eftir að vaxa vel og dafna á næstu misserum.

Við byrjum með sex mismunandi þætti en eigum eftir að bæta við þáttastjórnendum á komandi vikum og mánuðum. Mér þætti vænt um að vinir mínir og kunningjar vildu styrkja þetta framtak okkar með því að næla sér í áskrift á einungis 1.669kr á mánuði. Góðar stundir.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Frosti Logason (@frostiloga)

Síðasti þáttur Harmageddon fór í loftið í september 2021 eftir fjórtán ára göngu. Frosti sneri sér þá að sjónvarpi á Stöð 2 en var settur í ótímabundið leyfi frá Sýn og SÁÁ eftir að fyrrverandi kærasta hans, Edda Pétursdóttir, greindi frá andlegu ofbeldi af hans hálfu. Eftir það tók hann algjöra U-beygju og varð sjómaður á línubát um tíma.

Sjá einnig: 14 ára sögu Harmageddon á Xinu 97.7 lýkur í dag

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gekk brösuglega í fyrstu að ganga í augun á unnustunni: „Ég veit ekki hvort þetta var besta stefnumótið“

Gekk brösuglega í fyrstu að ganga í augun á unnustunni: „Ég veit ekki hvort þetta var besta stefnumótið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sönn saga „The Conjuring“ – enn óhugnanlegri en kvikmyndin

Sönn saga „The Conjuring“ – enn óhugnanlegri en kvikmyndin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af Hilary Duff vekja athygli – Sögð komin með sömu kinnbein og Madonna

Nýjar myndir af Hilary Duff vekja athygli – Sögð komin með sömu kinnbein og Madonna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt sem þú þarft að vita um Ungfrú Ísland TEEN

Allt sem þú þarft að vita um Ungfrú Ísland TEEN
Fókus
Fyrir 4 dögum

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Með fjórða stigs krabbamein og tónleikaferðalaginu aflýst

Með fjórða stigs krabbamein og tónleikaferðalaginu aflýst
Fókus
Fyrir 5 dögum

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu